ég þurfti að taka strætó í fyrsta skipti í nokkur ár í dag og það kostaði 280 krónur, allt of dýrt og alveg ómöguleg tala, það eru ekki allir með fimmtíu kall og þrjá tíkalla á sér, ég þurfti að henda 300 kalli í þetta okurfyrirtæki, síðan er maður ekki að fá neitt fyrir þetta verð, strætó er óþægilegur, hann er kaldur, vond lykt, leiðinlegir bílstjórar og síðan virðast þeim guðsómögulegt að koma á réttum tíma, fyrir hvað er maður eiginlega að borga?