Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Borkmann
Borkmann Notandi frá fornöld 26 stig

Re: hvar vinna hugarar :D?

í Tilveran fyrir 17 árum, 1 mánuði
Guðmundur G Haralds. Já hann hefur kennt mér, einhver ástæða ??

Re: hvar vinna hugarar :D?

í Tilveran fyrir 17 árum, 1 mánuði
Jón K. F. Geirsson Bætt við 20. október 2007 - 09:51 Þ.e. hann er leiðbeinandi minn í framhaldsnáminu meðan margir aðrir kenna mér.

Re: Vetnisperoxið

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum, 1 mánuði
Það skiptir ekki máli í hvað þú blandar það, það eina sem skiptir máli eru hlutföllin, þú gætir notað eina sundlaug af peroxíði á móti þremur sundlaugum af vatni ef að þú hefur efni á því. Það er allt í lagi að skola þessu niður í vaskinn, peroxíðið er einmitt fínt til þess að losa stíflur. Ég hef ekki hugmynd af hverju er ráðið frá því að skola því niður, það er ekki mengandi því að það breytist bara í vatn.

Re: Vetnisperoxið

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum, 1 mánuði
jú þetta er efnið inni í litla glerhylkinu í “glow sticks” en það sem er fyrir utan heitir luminol og er ekki hægt að fá svo auðveldlega.

Re: hvar vinna hugarar :D?

í Tilveran fyrir 17 árum, 1 mánuði
Er í námi og starfa í Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Er lífefnafræðingur og er að vinna að mastersgráðu í lífrænum efnasmíðum

Re: Hvar á ég að fá mér tattoo

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum, 1 mánuði
Þú ert væntanlega ekki að tala um upphandlegginn, því að að er alls ekki sársaukalaust, það minnir mig á það, getur einhver sagt mér hvar er verra ef eitthvað er, en að fá sér á innanverðann upphandlegg??

Re: Tattoo & skart,

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum, 1 mánuði
Það sem hann Svanur sagði mér var það að hann yrði mikið utanlands næstu mánuði sem dómari á sýningum og gestaflúrari and whatnot, ég hef nú ekki talað við hann núna í 1 1/2 mánuð svo að hann hefur kannski ákveðið að flytja, ég veit ekki. Kannski komu sögusagnir út af fjarveru hans.

Re: Tattoo-ið mitt er að gróa illa :(

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum, 1 mánuði
Vaselin er ekki lanolin, það mjúk útgáfa af parafíni ,eða svokallað petloeum jelly ( http://en.wikipedia.org/wiki/Petroleum_jelly ). Lanolin aftur á móti er ullarfeiti sauðfés og hefur þar af leiðandi marga ofnæmisvaka ( http://en.wikipedia.org/wiki/Lanolin ). Í sambandi við sýkinguna þá þarftu ekki að fá hita, ég hef fengið húðsýkingu (ótengda flúri) sem að grasseraði í mánuð og ég fékk ekki hita, það var einmitt hnausþykkt hrúður sem reyndar datt alltaf af, og mjög óþægilegur kláði sem að...

Re: Tattoo-ið mitt er að gróa illa :(

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum, 1 mánuði
þetta hljómar eins og væg húðsýking, svo að ég mæli eindregið með því að líta til læknis eins og fleiri hafa sagt. Í sambandi við kremin, ef að þú heldur að þú sért með ofnæmi fyrir einhverju þá myndi ég einungis nota gamla góða vaselínið því að það er enginn með ofnæmi fyrir því. En ef þetta er hins vegar sýking þá mun koma ljótt ör og liturinn mun verða ljótur, hins vegar ef að þú ferð til læknis skaffar hann þér fúkkalyf í formi smyrsla og hrúðrið mun hverfa á no time. Ef að þú ert alveg...

Re: Mitt fyrsta Tattoo

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum, 2 mánuðum
júbb það passar, það kemur mér nú á óvart að þú hafir tekið eftir þessu því að það var greinilegt að þú varst farin að þreytast.

Re: Mitt fyrsta Tattoo

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Til hamingju með flúrið. Ég held að ég hafi séð þig á laugardag hjá Chris þar sem ég var að hjá Svani í smá myndatöku, getur það passað?

Re: Vals-merkið komið á!

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Amen sister.

Re: Tatto?

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Það er erfitt að lýsa sársaukanum en hann er alls ekki óþolandi, ef að þú ert að fá þér eitthvað sem tekur kannski 10 mín þá þarftu ekki að hafa neinar áhyggjur, þessi sársauki verður ekki óþolandi fyrr en eftir svona einn og hálfann tíma, eftir að maður dofnar þá fer þessi doði aftur og kemur til baka o.s.fr. Mundu það bara að þetta er verst fyrst og maður hugsar með sér “shiit er ég virkilega að fara að finna fyrir þessu í xxx marga tíma??” ekki hafa neinar áhyggjur, fáðu þér bara vel að...

Re: Vals-merkið komið á!

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Þetta er fullkomlega mitt álit ekki staðreynd en, fótboltalið?? Mér finnst þetta það sama og að flúra nafn kærustu sinnar á sig, þ.e. not so good. En eins og ég sagði þá er þetta bara mín skoðun og til hamingju með nýja flúrið…. held ég.

Re: fer á eftir ;)

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Ég er ekki samála þér með rökunina, ég raka mig alltaf sjálfur í baði rétt fyrir athöfnina, áður en ég gerði það þá var ég alltaf rakaður þurrt og fékk ég inngróin hár en eftir að ég fór að raka mig sjálfur, blautt með sápu þá dróst úr bólum og minni kláði, NB ég er mikið loðinn á líkamanum svo að þetta á örugglega ekki við alla ;)

Re: "No Body Is Perfect"

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Modify er margfallt betri. Það voru nokkrir góðir punktar í þessari, en það var lítið farið í body mod og þá helst upphengingar.

Re: Zagreb

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Með blettina þá skaltu segja vini þínum að fara í blettaskoðun áður en hann fær sér flúr og spyrja húðlækninn sérstaklega um þá bletti sem að fara undir flúrið því að er að þeir munu eitthvað verða leiðinlegir þá er erfitt að sjá það þar sem að helstu merki um illkynja bletti eru litabreytingar meðal annars. Það gæti verið betra jafnvel að fjarlægja blettina áður en að flúrið fer á og tekur það jafnvel 3-4 mánuði ef að það þarf að skera, þá er ekkert mál að flúra yfir ör. Eins og alltaf í...

Re: Mitt fyrsta Session....

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum, 3 mánuðum
venjulega finnst mér vængir ekki svo æginlega flottir en þessir munu koma alveg helvíti flott út, gangi þér vel með næsta session, ég sé að hann er að fara inn á svolítið viðkvæman stað og hlakka til að sjá þetta fullgert. Bætt við 22. ágúst 2007 - 14:18 sorry svaraði vitlausri manneskju

Re: Rétt dýpt fyrir jurta tattoo

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Eftir því sem að mér skilst af BME og húðlækninum mínum þá á nálin að fara í alveg efsta hlutann af dermis eða í raun að ramba á milli dermis og epidermis. Á því svæði eru sérstakar frumur mikið sem að binda litakornin í collagen net og þar situr það um aldur og ævi. Miðað við þessa mynd þá á nálin að fara á milli rauða og bláa striksins, ef hún fer niður í rauða strikið ertu komin í háræðarnar og þá fer liturinn inn í þær og þú færð svokallað blow out:...

Re: Boðorðin 10

í Tilveran fyrir 17 árum, 3 mánuðum
ég held að það að trúa ekki á Hana er jafn slæmt og að trúa á aðra guði, sam sem áður Good on ya mate

Re: Er að kálast!!!

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Það er til lidocaine krem í öllum apótekum sem að þú getur notað, það er staðdeyfandi, einnig er til svolítið sem að heitir Sooth-a-caine og er frá bananaboat og fæst í apótekinu í domus medica það er með lidocaini og mentóli. Þetta tekur nokkra daga og ef að þú ert að drepast þá er gott að slá á flúrið af nokkrum krafti. Bætt við 12. ágúst 2007 - 21:23 Ég skil þig mjög vel því að ég sit hér sjalfur og er að berjast með öllum kröftum á móti lönguninni að klóra mér, jæja ég verð að bera á mig.

Re: Varðandi aldur fyrir tattoo

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Það er nefnilega það flúrarinn hefir fullan rétt á að flúr eitthvern ekki, bæði lagalegann og móralskan. Ég vil frekar segja það sem svo sá sem fær flúrið getur ekki gengið inn og ætlað það að hann/hún verði flúruð af þessum tiltekna flúrara, hann má og í raun á að geta sagt nei án þess að gefa einhverja sérstaka ástæðu.

Re: Varðandi aldur fyrir tattoo

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Svanur er að fara út í fyrsta lagi til að dæma í keppni, síðan er hann nú bara að fara í frí, þó að hann ætli að gerast gestaflúrari þá segi hann mér að það er alveg jafn gott og að fara í frí eins og að hella sig fullan á ströndinni sem hann gerir ekki

Re: Grænir laserar

í Græjur fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Þeir eru nefnilega ekki alveg löglegir, því að geislavarnir ríkisins þurfa að kvitta undir þessa stærri lasera vegna gamallar löggjafar um sýningalasera. Það sem tollurinn gerði var að þeir treystu ekki kvittuninni frá kína svo að þeir báðu mig um að koma með visa nótuna frá paypal sem var með flutningagjöldum inniföldum þeir tóku það ekki gilt svo að þeir sögðu að ofan á þetta verð hafi ég notað DHL express og létu mig borga toll og vsk á þann reikning svo að á endanum borgaði ég tvöfalt...

Re: Grænir laserar

í Græjur fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Hjá wickedlasers með kreditkorti
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok