Þú annað hvort færir ekki þungann af vinstri yfir á hægri í aftursveiflunni (skilur þungann eftir á vinstri), eða kemur “yfir toppinn” í framsveiflunni. Skynsamlegast er að breyta þessu ekkert núna, nema í samráði við kennara, en sem skammtímaráð gætirðu staðið í húkkstöðu (fært hægri fótinn aftar í stöðunni) eða verið með “sterkara” grip (þá færirðu hendurnar til vinstri á kylfunni), eða bæði. Gangi þér vel.