Enn á sömu stund og þetta var að gerast gengu þrjár skikkjuklæddar verur í skóginn sem enn var grár og dauður. Þær virtust vera leita einhvers. Allt í einu kipptist sú stærsta í miðjunni við og tók á sprett að miðju skógarins. Eftir stuttan spöl kom hún að stóru tré og hún sá að við þetta tré var Dalúður fastur. Úr honum virtist allur lífskraftur farinn, enda búinn að öskra út úr sér lungun. Veran gekk hægt að honum kippti upp höfðinu á honum, ef ekki dauður þá var hann svo sannarlega við...