Að klifra og síga er ekki það eina sem skáti gerir og sumum finnst það ekki einu sinni skemmtilegt, ég er ekki að segja að ég væri ekki til í að fara á ds. chill en þar sem að vormótið er sömu helgi þá fer ég þangað. Það er í rauninni ekki hægt að bera þessa 2 atburði saman þar sem að Vormótið er skátamót með þéttri dagskrá s.s. póstaleik, kvöldvöku, ds. dagskrá og fleiru. Ég veit ekki alveg hvernig þetta Ds. Chill er en ég held að það sé meira klifur og sig, ekki póstaleikir og svoleiðis...