Já ég á hana. Var einmitt að taka til hjá mér um daginn og fann mína vinnubók. En nei þú færð hana ekki. Og þótt ég ætti hana á tölvunni þá myndirðu samt ekki fá hana. Gerðu þetta sjálfur!
Shit hvað þetta er geðveik mynd:) Samkvæmt Eli Roth þá fóru um 150 gallon af gerviblóði í hana. En það eru um 570 lítrar…Eyþór kom mér aðeins á óvart í myndinni en samt algjör snilld. Ekki þessi venjulega hryllingsmynd þar sem manni bregður og svoleiðis, þetta var bara viðbjóður. Mjög góð skemmtun þessi mynd og mæli með því að allir kíki á hana þegar hún kemur í almennar sýningar. ****/*****
Haha…ég fer á einkaforsýningu í boði aðalleikarans Eyþórs í næstu viku ;) Sem þýðir að ég fer á aðra sýningu á myndinni fullkláraðri. Hún var samt sýnd fyrst á kvikmyndahátíðinni í Toronto en ekki fullkláruð.
Bara við í Ds. Þeir sem fóru voru: Tóti, Jakob, Rakel, Sveinn, Smári, Árni og Andri ef ég man rétt. En til gamans má geta að ég fann fjallið daginn eftir með nýliðunum í BSH ;)
Jú, þeir kúkuðu á sig eins og oft áður og enginn PHP stuðningur né mySQL eins og þeir lofuðu. Svo er bara hægt að skrifa inn html kóðann þannig að þeir sem kunna ekki html eru í djúpum skít.
Ég er nú hjá Hive og er mjög ánægður með að vera þar. Ég veit eiginlega ekkert með aðra áskrifendur en ég hef ekki orðið var við það að allt laggi í tætlur á álagstímum. Það er eiginlega bara kjaftæði að það laggi allt í tætlur.
Málið er með þessa bittorrent tækni er það að þessar síður sem eru til eru bara tengiliðir við aðra aðila útí heimi. Þú ferð kannski á thepiratebay og nærð í torrent skrá fyrir eitthvað og svo byrjarðu að ná í þetta og þá ertu kannski að ná í það frá gaur í Svíþjóð eða eitthvað. En ef þú ert heppinn þá gætirðu líka lent á Íslendingi. Þetta er Peer 2 Peer dót. Það er hins vegar til Íslensk torrent síða þar sem einungis íslendingar eru og þess vegna allt innanlandsniðurhal :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..