Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Bleh
Bleh Notandi frá fornöld 36 ára karlmaður
1.178 stig
- Á huga frá 6. október 2000

Re: Tölfræðilegar upplýsingar um skátar

í Skátar fyrir 12 árum, 9 mánuðum
Bleh: 1.373 eru með Skátar sem áhugamál Mér finnst þetta soldið áhugaverð tala... hvað finnst ykkur?

Re: vormot

í Skátar fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Ég er náttúrulega ekki með hlutlaust svar en mér fannst mjög gaman en það var virkilega blautt. Smá frétt um mótið er komin á hraunbuar.is ásamt örfáum myndum. Fleiri myndir eru væntanlegar þegar ljósmyndarinn hefur farið í gegnum myndirnar ;)

Re: Tommi fjallabúi

í Skátar fyrir 15 árum
Það gefur laginu sterkan hljóm að spila þennan hljómagang: C F (þvergrip)F#(þvergrip) G(þvergrip)

Re: Smiðjudagar 2009

í Skátar fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Pant mæta og hafa ógeðslega gaman :D

Re: Núbblígússó?

í Skátar fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Þetta þýðir froskakóngurinn :)

Re: RS Þjófstart

í Skátar fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Innifalið í þessum 5000 krónum er: Rúta fram og til baka Gisting á tjaldsvæðinu (já það kostar að gista á tjaldsvæðinu þó að þetta sé skátamót - alveg eins og að eitthvað félag taki uppá því að fara í félagsútilegu) Öll dagskráin Matur í öll mál

Re: RS Þjófstart

í Skátar fyrir 15 árum, 8 mánuðum
1. júní er rauður dagur jú http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=1692

Re: RS Þjófstart

í Skátar fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Þetta er samt til 1. júní - ég bara elska langar helgar :D Frá föstudegi til mánudags.

Re: greinnakeppni- sumardagurinn fyrsti hjá landnemum

í Skátar fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Það er ekkert að því að koma með einstaka athugsemdir um stafsetningu - en ÓÞARFA athugasemdir eiga ekki heima hér.

Re: greinnakeppni- sumardagurinn fyrsti hjá landnemum

í Skátar fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Já, undir venjulegum kringumstæðum myndi ég setja þetta á korkana, sömuleiðis greinina þína. En þar sem það er greinakeppni í gangi þá fær þetta að fara inn og notendur velja bestu greinina. Það er líka rétt hjá Geira að þetta er langtum betra heldur en margt sem kemur hér inn og það hefur ekki komið grein í tvo mánuði á þetta áhugamál. Allar óþarfa athugasemdir um stafsetningu og annað slíkt sem tengist ekki efni greinarinnar á ekki heima hér!

Re: greinnakeppni- sumardagurinn fyrsti hjá landnemum

í Skátar fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Þetta er klárlega EKKI efni í grein heldur bara kork EN hún fær að fara í gegn afþví að það er keppni hér á áhugamálinu.

Re: Könnun

í Skátar fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Þessa svarmöguleika vantar ekki. Ef að þú ert ekki að fara vinna í Útilífsskóla, ert ekki að fara vinna á ÚSÚ, ekki uppá BÍS og ekki ANNAÐ skátatengt þá hlýtur svarið við spurningunni að vera Nei. Ef þú ert að vinna við skátatengt í sumar þegar þú ert ekki í útilegum eða skátast þá svara þú náttúrulega bara möguleika 1, 2, 3 eða 4.

Re: Skátaþing og Mínímót

í Skátar fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Fundarskýrslan kemur pottþétt á netið þegar búið verður að yfirfara hana og koma henni á tölvutækt form.

Re: Roverway?

í Skátar fyrir 15 árum, 11 mánuðum
Mjög auðvelt. Mótið sjálft kostaði 30 þúsund. Við það bætist rútukostnaður, kostnaður félagsins við sameiginleg einkenni, ,búnað og fleira.

Re: Roverway?

í Skátar fyrir 15 árum, 11 mánuðum
Þetta kostar tíuþúsund kalli meira en landsmót og þú færð miklu meira útúr þessu. Roverway er líklegast orðið stærsta skátamót sem haldið hefur verið á Íslandi!

Re: PHP: Ná í texta af vefsíðu og birta annarsstaðar

í Vefsíðugerð fyrir 15 árum, 11 mánuðum
Þetta er einmitt það sem ég vil ekki nota - sérð það ef þú lest þráðinn aftur ;)

Re: Kostnaður við skátastarf.

í Skátar fyrir 15 árum, 11 mánuðum
Það skiptir engu máli þótt þið hafið bara notað helminginn. Þetta er það sem þurfti að kaupa fyrir námskeiðið.

Re: Kostnaður við skátastarf.

í Skátar fyrir 15 árum, 11 mánuðum
Sæl, Nú veit ég ekki hvaða kostnaður fellur til á sveitarforingjavítamíninu annar en gisting, matur, rútuferðir og námskeiðisgögn. Vítamínið var jú á ÚSÚ og það er ekki ódýrasti staðurinn til að vera á. Kostnaður við rútuferðir hefur einnig aukist verulega á síðustu árum. Varðandi dróttskátavítamínið þá get ég svarað þér vel þar sem ég er að sjá um það vítamín. Þar er kostnaðurinn 6000 krónur og skiptist í mat, gistingu, rútu og námskeiðsgögn. Staðsetning: Lækjarbotnar og því er...

Re: Vítamínið

í Skátar fyrir 15 árum, 11 mánuðum
Notabene, Sigurgeir er að tala um sveitarforingjavítamín en ekki DS vítamín. Verðum að passa það hérna að hafa þræðina okkar skýra og skilmerkilega. :)

Re: BÍS

í Skátar fyrir 15 árum, 11 mánuðum
Þú talar um of marga starfsmenn og í of litlum störfum. Starfsmenn BÍS og lýsing á þeim eru eftirfarandi: Framkvæmdastjóri Þorsteinn Fr. Sigurðsson er framkvæmdastjóri BÍS og kom til starfa í desember 1991. Hann ber ábyrgð á rekstri skrifstofunnar og öðrum rekstri BÍS gagnvart stjórn, auk daglegrar fjármála- og starfsmannastjórnunar. Hann hefur fh. stjórnar BÍS yfirumsjón með þeim verkefnum sem unnin eru á vegum BÍS hverju sinni. Skipulagning og framkvæmd hinna fjölmörgu fjáröflunarverkefna...

Re: BÍS

í Skátar fyrir 15 árum, 11 mánuðum
Hvaðan hefurðu þessar upplýsingar um stofngjald? Væri fínt að fá það svart á hvítu - finn ekkert um það á www.skatar.is

Re: BÍS

í Skátar fyrir 15 árum, 11 mánuðum
http://skatar.is/gogn/pdf/2008/skatathing/Tillaga%20a%C3%B0%20%C3%A1rgjaldi%20til%20B%C3%8DS.pdf Árgjald til BÍS Tillaga Stjórn BÍS leggur til við Skátaþing 2008 að árgjald skátafélaganna til BÍS verði kr. 500,- fyrir hvern starfandi skáta starfsárið 2008-2009. Greinargerð. Stjórn BÍS hefur markað þá stefnu að árgjald skátafélaganna til BÍS lækki árlega um kr. 100,- á komandi árum þannig að það verði í lok tímabilsins samsvarandi árgjaldi BÍS til WOSM og WAGGGS. Þetta hefur alltaf verið...

Re: BÍS

í Skátar fyrir 15 árum, 11 mánuðum
Nokkur atriði sem mig langar að benda á. BÍS er nauðsynlegt bandalag fyrir skátafélögin á Íslandi, án þess væru skátafélögin mikið verr stödd. -það styrkir félög ekki fjárhagslega heldur rukkar þau um aðildargjöldAðildargjöldin eru sáralítil og fara lækkandi með hverju skátaþingi þar til að þau jafngilda aðildargjöldum WOSM og WAGGGS. -of lítið upplýsingaflæðiOft á tíðum er þetta rétt en ef að fólk er samt duglegt við að skoða Bandalagsvefinn og fær sent skátamál í tölvupósti þá er...

Re: Húfuþegar 2008

í Skátar fyrir 15 árum, 11 mánuðum
Nei það er nefnilega ekki asnalegt. Það sem er asnalegt er að veita þessi merki fyrir þeim sem hefur verið 5 ár í starfi, 10 ár í starfi og svo framvegis. Starfsmerki BÍS eru veitt þeim sem hefur unnið starf í þágu félagsins í ákveðið mörg ár. skatar.is 5. grein Starfsmerki BÍS Starfsmerki BÍS eru bronsmerki sem eru að lögun eins og skinn, með merkjum íslenskra skáta og þeirri tölu sem markar hvert starfs (þjónustu) tímabil. Starfsmerki (Þjónustumerki) BÍS má/skal veita þeim skáta sem vinnur...

Re: Þriðji hluturinn

í Skátar fyrir 15 árum, 12 mánuðum
Ekki að ég sé eitthvað að reyna að dissa þessa bók, mjög gott að það sé gefið út meira af söngbókum. EN staðreyndin er sú að það er til FULLT af góðum skátasöngvum sem hafa ekki heyrst í mörg ár og því er um að gera að nota skátasöngbókina líka meira og koma með gömlu góðu lögin aftur inn.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok