Ég var að kaupa mér tilbúna tölvu hjá Tölvulistanum fyrir u.þ.b. mánuði, og strax um kvöldið vorum við frændi minn að setja upp ADSL þegar eitthvað gerðist og það kom svona blár skjár sem sagði eitthvað um að einhvað hardware væri ekki nógu vel installað og síðan stóð líka stórum stöfum “BAD_POOL_HEADER”, síðan fór tölvan að eyða úr minninu því sem ég hafi breytt síðan ég kveikti á tölvuni. Þetta hefur gerst eiginlega daglega síðan þá, hefur einhver hugmynd hvernig á að losna við þetta? P.s....