Ég er þeirrar skoðunnar að SMÁÍS séu nú þegar búnir að tapa málinu frá mórölsku hliðinni. Hér á Íslandi eru allir dæmdir glæpamenn sem kaupa harða diska, tóma geisladiska og tóma DVD diska, og greiða sekt sína við kassann hjá Tölvulistanum, BT, ELKO, Digital Task o.s.fr. Þeir hjá SMÁÍS fengu það í gegn að setja aukagjald á þessar gagnageymslur, og fyrirtæki og einstaklingar sem vista gögn á fyrrnefnda diska sem er ekki höfundaréttavarið þurftu samt að greiða þetta gjald. Þar með tel ég...