Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Bjornvil
Bjornvil Notandi frá fornöld 84 stig

Re: Á meðan ég er hérna: illt í líkamanum eftir BJJ???

í Bardagaíþróttir fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Ég lenti í nákvæmlega þessu, og er alltaf tæpur á þessu ef ég æfi mikið. Bara passa að teygja vel og jafnvel nudda þetta vel. Ég nota skopparabolta til að rúlla þetta úr. Þetta eru vöðvarnir í framhandleggjunum sem eru að valda þessu, þeir stífna upp og toga í sinarnar í olnboganum og valda svona verkjum í olnboganum. Passa bara að vera ekki of mikið að djöflast í gripunum. Reyna að vera slakur þótt þú sért að grípa í gallann og svona. Ég fór til hans Markus Kislich þegar ég var sem verstur,...

Re: MMA/BJJ Fatnaður/búnaður

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum, 1 mánuði
Takk fyrir svarið. Ég er að æfa BJJ hjá Sleipni í Keflavík, ég trúi nú ekki að ég geti ekki keypt af Fjölni/Mjölni ef ég er ekki að æfa þar. Er kannski mesta vitið í að reyna að kaupa svona af netinu? Ég hef eitthvað verið að skoða svona og finnst verðin ferlega há, og svo er alltaf hættulegt að kaupa svona af netinu og lenda svo í því að kaupa vitlausa stærð eða eitthvað þannig.

Re: Til sölu wii

í Leikjatölvur fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Er þetta selt?

Re: Modduð Nintendo Wii til sölu

í Leikjatölvur fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Hvernig er það… er hægt að nýta sér Virtual Console á svona moddaðri Wii?

Re: Hjálp!! Stilliskrúfa

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Ætli þeir selji svona í stykkjatali í Rín?

Re: Dikta - Breaking the Waves

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Ég er búinn að pikka það nokkurn vegin upp. Er bara ekki með útfærslurnar á þessum hljómum á hreinu.

Re: Agile Les Paul til sölu

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Jájá, ekkert að því að reyna. En tek það fram að þessi gítar er lítið notaður og top of the line hjá Agile. Og eins og þið sjáið ef þið kíkið á umsagnir um þessa gítara eru þeir svakalegt “bang for the buck” :)

Re: Agile Les Paul til sölu

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Neibb, bara svartur, nákvæmlega eins og þessi: http://www.rondomusic.net/photos/electric/al3000bk1.jpg er reyndar búinn að taka pickguardið af, á það ennþá samt.

Re: Varahlutir í Carvin Magnara

í Hljóðfæri fyrir 20 árum, 1 mánuði
Athugaðu bara í hljóðfærabúðunum í bænum, einhver af þeim hlýtur að vera með umboð fyrir hátalara fyrir gítarmagnara. Þú þarft ekki einhverja spes carvin hátalara, kauptu bara eitthvað almennilegt, þá sándar magnarinn þinn líka örugglega miklu betur :)

Re: Epiphonar..

í Hljóðfæri fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Elite gítararnir frá epiphone eru dýrari og það er meira lagt í þá en venjulegu línuna. Það er flottari viður, betri pikköppar og hardware. Þeir eru að slá í ódýru Gibsonana í verði. Þeir eru samt framleiddir í Japan eða Kóreu eða hvar sem þeir eru smíðaðir.

Re: Upptökustjórnun ... hvaða skóli ???

í Hljóðfæri fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Félagi minn fór til Flórida til að læra computer animation í skóla sem heitir Full Sail, hann er einhverstaðar við Orlando. Þetta er svon margmiðlunarskóli, þeir kenna allt milli himins og jarðar þarna sem viðkemur kvikmyndum, tölvuleikjum og tónlist, þar á meðal upptökustjórnun. Gætir prufað að tékka á þeim skóla. Einnig er annar félagi minn í upptökustjórnun í skóla í Manchester, man ekki hvað hann heitir en hann er víst mjög góður. Þú getur prufað að tékka á því líka.

Re: Magnarar og spenna

í Hljóðfæri fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Hvar keyptiru magnarann?? Er einmitt að spá í þessu sama, var bara búinn að hugsa mér að fá mér spennubreyti, það er hægt að fá spennubreyta út um allt, margir eiga gamla spennubreyta í geymslunum hjá sér. Þetta eru þungir andskotar en það er skárra en að fara að skipta um spennugræjuna í magnaranum.

Re: Dúrar???

í Hljóðfæri fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Já ok, nú skil ég nokkurn vegin hvert þið eruð að fara, ég veit svona nokkurn vegin hvernig hljómar virka og þessir skalar allir þótt ég sé ekki nógu duglegur við að æfa mig í þeim. En sem sagt þegar verið er að tala um í hvaða dúr eitthvað lag er til að t.d. geta sólóað yfir laglínuna þá er verið að tala um hvaða hljómar eru í laginu og í hvaða röð, svona nokkurn vegin?? :) En takk fyrir þetta, þetta hjálpaði mikið :)

Re: Dúrar???

í Hljóðfæri fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Ehhh, ég skil ekki orð af því sem þið eruð að tala um. Ég er ekki mjög vel að mér í tónfræðinni :) Þyrfti kannski bara að fara lesa mér til um þetta í heild sinni. Vitiði um einhverjar vefsíður sem eru með svona tónfræðipælingar, þá kannski í sambandi við gítar, eða skiptir það kannski engu máli?

Re: Viðkvæmt lakk á Gibson gíturum

í Hljóðfæri fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Ég á Epiphone LP Standard, ekki það að ég sé eitthvað að líkja Gibson við það þá myndi ég halda að þetta væri ekkert óeðlilegt, það eru svona pínulitlar rispur aftan á mínum, sjást varla nema í réttu ljósi, en þær eru líklegast bara eftir beltissylgjuna hjá mér :)

Re: Tuner

í Hljóðfæri fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Ég man ekki hvernig ég fann það fyrst en farðu bara í Yahoo og leitaðu að AP Guitar Tuner, þú ættir að fá slatta að linkum þar sem þú getur downloadad þessu :)

Re: Drop-C

í Hljóðfæri fyrir 21 árum, 2 mánuðum
þá stilliru alla strengina niður um heilt þrep nema E strenginn niður um tvö þrep. Bara eins og Drop-D nema einu þrepi neðar :) þá er það C-G-C-F-A-D í stað D-A-D-G-B-E.

Re: hjálp

í Hljóðfæri fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Ég er ekki alveg viss en ég held að það sé rétt hjá mér að þetta séu svokallaðir powerchords og eru spilaðir svona: A5: 577xxx C#5: x466xx o.s.frv

Re: hjálp

í Hljóðfæri fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Ég er ekki alveg viss en ég held að það sé rétt hjá mér að þetta séu svokallaðir powerchords og eru spilaðir svona: EADGBE EADGBE A5: 577xxx C#5:x466xx o.s.frv.

Re: ESP

í Hljóðfæri fyrir 21 árum, 5 mánuðum
En ég er einnig að spá í Epiphone gítar á þá svipuðu verði, er það kannski betri kostur? Eða hvað??

Re: Katla að leika sér úti á svölunum....

í Kettir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Ég bý einnig á 3. hæð í blokk og á 2 1/2 árs læðu. Hún er algerlega innikisa en eins og þín þá leikur hún sér voðalega mikið úti á svölum, hún röltir uppi á handriði eins og ekkert sé og fer í heimsókn til nágrannanna og svoleiðis :) Hún týndist einu sinni í einhverja fjóra daga þegar hún var í kringum 1 árs, veit ekki hvort hún hafi dottið fram af eða bara verið forvitin og stokkið, allavega kom hún í leitirnar eftir fjóra daga aveg ómeidd, var reyndar soldið svöng en ekkert meira en það....

Re: Smá mont :)

í Bílar fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Hvað langar þig að vita Bebecar, endilega spurðu :)

Re: gráblár e21 í keflavík?

í Bílar fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Það var ekki E21 315 bimminn sem var að gera kleinuhringi heldur var það svartur E30. Það er ekkert ólíklegt að sá hafi verið að gera kleinuhringi ef það hefur verið bíll annara hvora GST bræðranna, E36 M3 vél eða 2,5 túrbó :)

Re: gráblár e21 í keflavík?

í Bílar fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Ég bara veit ekki hvort hann sé með aðra vél í honum, en allavega er 315 merki á afturendanum, en eins og ég segir þá veit ég það ekki, ég er í Keflavík en ég hef aldrei séð þessum bíl gefið inn, kannski er hann með eitthvað sleeper dæmi í gangi, það væri nú ekki leiðinlegt að sjá svona bíl með M vél undir húddinu :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok