Ákveðið hefur verið í samráði við Atlantshafsbandalagið að íslenskir flugumferðarstjórar fari til Pristina til að taka við flugumferðarstjórn í Kosovo. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra átti á dögunum fund með Elísabetu Jones, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, þar sem málið bar á góma en Íslendingar hafa fengið beiðni um að taka við yfirstjórn flugvallarins. Er nú leitað leiða til að verða við þeirri beiðni, að sögn Halldórs. Að sögn Þorgeirs Pálssonar flugmálastjóra hafa áður...