Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Kylfu umfjöllun 2 (11 álit)

í Golf fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Jæja nú ætla ég að halda áfram að ræða um kylfur og segja mitt álit á þeim. Driver Cleveland Launcher 460 TI: er driver sem ég ætla að taka fyrir núna og kannski helsta ástæðan fyrir því er sú að ég er með hann í mínum poka. Þetta er mjög góður driver að mínu mati(enda með hann í mínum poka) og hann er frekar léttur og fyrirgefandi. Þetta er 460cc titanium driver með stóru og góðu “sweet spot” sem er bara gott, auk þess er hann mjög fyrirgefandi og hentar þar af leiðandi kylfingum á öllum...

Kylfu umfjöllun (11 álit)

í Golf fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Ég ákvað að koma með smá umfjöllun um kylfur og segja mitt álit á þeim og gefa þeim einkunn. Driver Cleveland Hibore: Hann byggir á nýrri “breakthrough” tækni þar sem þyngdarpunktur driversins hefur verið færður neðar í hausinn og með því hefur “sweet spotið” einnig færst neðar en um leið stækkað. Hann fyrirgefur þar af leiðandi vel. Þessir driver kom á markað í apríl og hefur slegið nokkuð í gegn víða um heim. Ég prufaði þessa græju núna nýlega og verð að viðurkenna að hann kom skemmtilega...

"Slammin" Sam Snead (7 álit)

í Golf fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Samuel Jackson Snead var fæddur 27 Maí, árið 1912, í Ashwood í Virginíu fylki og var hann yngstur fimm bræðra. Þegar hann kom í heiminn var móðir hans, Laura, 47 ára gömul. Hann ólst upp á bóndabýli, þar sem mesta áherslan var lögð á búskap með hænur og kýr. En þar kviknaði líka áhugi hans á golfi þegar hann sá elsta bróður sinn berja kúlur út um allt býlið. Hann bjó til sína eigin kylfur úr greinum af trjám sem að uxu rétt hjá býlinu og hann notaðist við þá bolta sem hann fann þegar hann...

Lord Nelson (6 álit)

í Golf fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Jæja nú er komið að fjórðu grein minni um goðsagnir golfíþróttarinar og nú er komið að því að fjalla um mann að nafni Byron Nelson eða Lord Nelson eins og hann er oft kallaður, þegar hann var uppá sitt besta var hann oft kallaður Mr. Golf af fjölmiðlum. Það má segja að hann sé lifandi goðsögn. Byron Nelson er fæddur 4, febrúar 1912 rétt fyrir utan bæinn Waxahachie í Texas. Faðir hans var bóndi og sérhæfði sig í baðmullar ræktun. Ungur að aldri fór hann að vinna sem kaddý, ásamt Ben Hogan, og...

Ben Hogan (3 álit)

í Golf fyrir 19 árum, 7 mánuðum
William Benjamin Hogan er fæddur 13. ágúst í bænum Dublin í Texas fylki árið 1912 en ólst upp í Fort Worth í Texas. Faðir hans, Chester Hogan var járnsmiður bæjarins en hann svipti sig lífi þegar Hogan var aðeins 9 ára gamall. Eftir dauða föður síns þurfti Hogan að byrja að selja dagblöð til að hjálpa til bið að skaffa mat á heimilið. 12 ára gamall fékk hann svo vinnu við kaddýstörf ásamt Byron Nelson(skrifa grein um hann næst) og fékk um 65 cent fyrir hvern hring. Fljótlega eftir það...

Walter Hagen (5 álit)

í Golf fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Jæja nú er komið að annari grein minni hér á huga.is og er þessi grein um goðsögnina og “skemmtikraftinn” Walter Hagen eða The Haig eins og hann var oft nefndur. Walter Hagen er einn af bestu kylfingum sögunar og er hann fæddur í bænum Rochester í New York fylki 21 desember 1892. Hann var af þýskum og norður-írskum ættum og var sonur járnsmiðs. Hagen byrjaði sinn feril sem kaddý og þannig fylgdist hann með og lærði þá list að spila golf. Hann náði strax góðum tökum og sýndi mikla hæfileika...

Bobby Jones (5 álit)

í Golf fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Mér var farið að finnast svo lítið um greinar hérna á þessu annars ágæta spjalli og ákvað ég að slá til og skrifa greinar um kylfinga sem mikið hafa afrekað á golfvellinum. Ég ákvað að byrja á Bobby Jones, besta áhugamanni í sögu golfsins og örugglega einn af bestu kylfingum frá upphafi. Bobby er fæddur 17 mars 1902 í Atlanta, Georgíu og hét fullu nafni Robert Tyre Jones jr. Hann var einkasonur Robert P. Jones ofursta. Hann var mikið veikur sem barn og gat ekki borðað fasta fæðu fyrr en um 5...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok