Konan er skepna sem venjulega heldur sig í nálægð mannsins og lætur að nokkru leyti, en fremur litlu, að tamningu. Margir eldri dýrafræðingar eigna henni vissar eftirstöðvar auðsveipni, sem hún hafði öðlast á fyrri tímum einangrunar, en náttúrufræðingar eftirbríetartímans, sem hafa ekki hugmynd um neina einangrun, neita henni um þessa dyggð og staðhæfa að svo sem hún öskraði í dögun sköpunarinar, eins geri hún nú. Tegundin er útbreiddust allra rándýra, morandi í öllum hnattarins álfum, allt...