Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Cirrus eða Cessna

í Flug fyrir 19 árum
Ég held bara að Cessna nái ekki að snerta Cirrusinn þó að Cessna sé með G1000 cockpit. Hef verið sýnt G1000 panel og hann er vissulega magnaður en Cirrusinn er bara eitthvað mikilu meira finnst mér. En þetta er jú mitt persónulega álit.

Re: Tímasöfnun erlendis

í Flug fyrir 19 árum
Þetta er nú ekki alveg rétt hjá þér með FAA-PPL. Er núna í BNA og er eingöngu með íslenska PPL skírteinið mitt og ég þurfti ekki að taka neitt próf eða neitt. Breyti því bara í FAA-PPL, tekur u.þ.b. 3 vikur og svo þarftu að útfylla einhverja pappíra þegar komið er til BNA í ca hálftíma, fara í svokallað BFR með flugkennara og þá ertu laus. Safnaði tæpum 90 tímum (allt single eng)á 4 vikum sem er allt í lagi, hefði getað safnað meira. Er núna að taka CPL/MEP í gegnum Oxford í Phoenix. Mjög...

Re: London Metropolitan University

í Flug fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Það er hægt að fá herbergi á vegum skólans sem kostar 72 pund (ca 10 þús) á viku sem er nú ekkert rosalega mikið í central london. (hérna er linkur á heimavistir sem LMU bíður upp á, <a href="http://www.londonmet.ac.uk/accommodation/halls-of-residence/sir-john-cass-hall.cfm">Heimavist London Met.</a>) og ef að hægt er að fá herbergið í 25-26 vikur þá er heildar upphæð með námskeiði og húsnæði um 550 þús til 600 þús. + svo uppihald. Langar miklu meira að fara út að læra heldur en heima, þó að...

Re: Sjáið myndir af fyrstu þotu íslendinga.

í Flug fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Hvernig er það, einhvern tíman hætta þeir að nota þessa vél, væri þá ekki snilld að fá hana hingað til lands á safnið fyrir norðan? Þetta voru nú stór tímamót þegar við fengum þessa þotu hingað til lands, fyrsta þota Íslendinga þanngi að það væri nú rétt að eiga hana á safni.

Re: Flug með auglýsingaborða

í Flug fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Það munar ekki um það!! Maður á bara ekki til orð. Takk kærlega fyrir upplýsingarnar Kv Bitterman

Re: B-737 Type Rating

í Flug fyrir 21 árum, 1 mánuði
Fyrirgefið en hvað er línuþjálfun?

Re: Svört Belti?

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum, 1 mánuði
Í Karatefélagi Reykjavíkur eru 1.dan: 5 2.dan: 5 3.dan: 2 4.dan: 1

Re: Karate

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum, 1 mánuði
Ég æfi karate hjá Karatefélagi Reykjavíkur. Þar er æfum við Okinawa Goju Ryu og er ég með 1. dan

Re: Nætursjónflug...

í Flug fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Nætursjónflugsréttindi er eitthvað sem allir einkaflugmenn eiga að hafa ef þeir ætla að geta flogið eitthvað að viti yfir vetrarmánuðina. Á lítið eftir til að klára PPL og á eftir að fljúga 0,8 tíma til að fá nætursjónflugsréttindi. Þú þarft að fljúga 5 tíma og inni í því er stutt x-country, svo eru þessu hefðbundu æfingar, stall, beygjur, hægflug o.s.f. Að lokum þarftu að gera 5 flugtök og lendingar solo. Fyrir utan allt þetta þá er þetta líka svo gaman. Tala nú ekki um að koma í kannski...

Re: PANASONIC

í Farsímar fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ég mæli eindregið með Panasonic. Fyrsti síminn minn var G600 (7/'98) og átti hann í eitt og hálft ár áður en ég seldi hann og er hann enn í notkun. Í framhaldi af því keypti ég GD90 símann sem var algjör snilld þangað til fyrir stuttu að ég missti hann í kókglas. Er núna nýbúin að kaupa mér GD92 og bara VÁ! Nokia er kannski mest seldu símarnir en eru samt ekki endilega þeir bestu.

Re: Microsoft frestar útgáfu á FS2002

í Flug fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Í sambandi við fyrsta flugtímann þá þarftu að vera undrabarn til að fá að lenda alveg sjálfur!! En nóg um það. Ég talaði við flugstjóra á B757 hjá Flugleiðum og hann sagði mér að einkaflugmaður sem eingöngu hefði reynslu á litlar vélar mundi fljót crassa B767 ef hann tæki sjálfstýringuna af. Það eina sem þeir hefðu þurft að kunna er sjálfstýringin. Þeir hefðu bara þurft að stilla inn hnitinn fyrir turnanna og fá sér svo kaffi. Þrátt fyrir þessa kröppu beygju á seinni turninn þá væri það vel...

Re: Sólarrafhlaða f. NOKIA

í Farsímar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Fyrirtækið heitir NSE og er með 3 deidir undir sér. 1. Nu skin 2. Pharmanex 3. Big planet Deildin sem er með sólarrafhlöðuna er Big planet sem er internet þjónustu fyrirtæki. Eru með marga tugi milljóna vörunúmer s.s allt milli himins og jarðar. Öll þessi fyrir tæki eru á netinu. Bara www. fyrir framan og .com fyrir aftan!!

Re: Sport Kaffi (Sorglegur hversdagsleiki)

í Djammið fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ég er ekki alveg að skilja þig!! Hvað meinari að það sé asnalegt fólk sem fer á Sportkaffi? Það er ekkert meira af asnalegu fólki á Sportkaffi heldur en á öðrum skemmtistöðum miðbæjarinns. Svo er það eitt! Enginn er eins og enginn er með eins smekk! Einn fýlar Sportkaffi annar fýlar Thomsen. Það er bara heimska að dæma allt út frá sjálfum sér. Fólk fer bara þangað sem það langar og hana nú!
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok