Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

BirtaS
BirtaS Notandi síðan fyrir 19 árum, 3 mánuðum 37 ára kvenmaður
52 stig

Re: Litli reiði strákurinn

í Ljósmyndun fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Mér fannst hún einmitt koma mun betur út dökk heldur en hitt. Mér finnst andlitið ekki vera blurrað - ég veit það ekki. Kannski er það aðeins blurrað… :)

Re: Strákurinn í glugganum

í Ljósmyndun fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Takk kærlega fyrir það :) Og já, þetta er tekið á VMA/MA vistinni.

Re: Eistnaflug 2007 - þjófstart á verslunarmannahelgi

í Metall fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Ég veit að þetta er mjög mikil smámunarsemi en Neskaupstaður er bara með einu essi. Sorry, en þetta gerði mig brjálaða (er frá Nesk) :) Vona til þess að sjá sem flesta á Eistnaflugi þar sem þessi er sú stærsta hingað til og lofar mjööög góðu.

Re: Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn - hengingarnar í Írak

í Deiglan fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Ég nennti ekki að lesa þetta, en ég var nýbúin að tala um dauðarefsingar, hvort þær væru réttlætanlegar eða ekki. Ég tel dauðarefsingar alls ekki réttlætanlegar, af því að það að mínu mati er það lélegt fordæmi að refsa manneskju fyrir að myrða, með því að myrða hana. Mér finnst margir hérna láta eins og dauðinn sé það versta sem getur komið fyrir mann. Ég hefði haldið að það að vera í fangelsi til æviloka væri verra, lengri bið að dauðanum. Mitt álit.

Re: Sigurður Óli

í Metall fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Sigurður er einstaklega góður, ég er alltaf jafn hissa á því að einhver svona ungur sem hefur ekki fengið neina kennslu á trommur sé svona geðveikt góður. Þetta er líka hrikalega svöl mynd. Kudos fyrir Heldriver.

Re: Nú er gaman að vera Austfirðingur

í Deiglan fyrir 18 árum, 1 mánuði
Þú ert að gleyma því að í kringum álverið skapast störf fyrir svo miklu fleiri. Í skólum, leiksskólum, við þjónustustörf o.s.frv. -Þannig að þetta er meira en það…

Re: Nú er gaman að vera Austfirðingur

í Deiglan fyrir 18 árum, 1 mánuði
Fín grein. Ég er Austfirðingur og ég verð að viðurkenna það að það eru svo miklu meiri líkur á því að ég vilji búa á Austurlandi í framtíðinni heldur en áður. T.d. hefur uppbyggingin verið svo gífurleg og samgöngur eru að eflast (og munu vonandi halda því áfram). Það sem mér finnst leiðinlegast í þessum álitum er að fólki þykir það vera lausn fyrir Austfirðinga að flytja suður og við búum víst í “skíta” sjávarplássum. Mér finnst það sorglegt að þeir sem eru að kommenta hérna eru frekar að...

Re: Dikta diskurinn - góður?

í Hugi fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Takk æðislega… ætli maður festi ekki kaup á einu stykki? :)

Re: Kompás...

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Rólegur félagi. Það er slóð á þáttinn ofar á síðunni… ég sá hann þar :)

Re: tatoooo

í Tilveran fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Sorry, engin mynd… Þetta er samt svona lóðrétt lína á síðunni, mjög einfalt bara :)

Re: Spænska

í Tilveran fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Hehe… ertu viss? Aldrei að vita nema eftir 10 ár, að þú þurfir að nota málið… You never know :) Og eins og ég sagði, gaman að kunna eitthvað sem ekkert endilega allir kunna. Ég tala stundum við vinkonu mína á spænsku því við viljum ekki að allir hlusti.

Re: Spænska

í Tilveran fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Ég er einmitt að skrifa bréf á spænsku núna, til fjölskyldu sem ég var hjá sem skiptinemi… Til hvers erum við að læra önnur tungumál? Það er ótrúlega gaman að kunna og getað talað tungumál sem ekki allir Íslendingar kunna, finnst þér það ekki? :) Ég held að þú eigir alveg eftir að nota málið, því ég gerði það t.d. fyrr en ég hélt. Ég var í ökuskóla og þar var mexíkóskur maður sem ég hjálpaði mikið. Það leiðinlega er að tungumál sem maður æfir sig ekki í gleymist fljótt, en þú getur t.d....

Re: tatoooo

í Tilveran fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Ég fór viku áður en ég varð 18, og var búin að panta tíma… Ég held að þú þurfir að gera það á flestum stöðum. Ég fór bara með leyfi með mér til öryggis og af því að ég minntist á það og þá tók hann leyfið og hringdi líka heim til foreldra minna. Vinkona mín fór líka áður en hún varð 18 og var ekki beðin um skilríki, en þú þarft hvort sem er að skrifa undir pappíra og þar gefurðu upp kennitöluna, allavega á Íslensku Húðflúrstofunni sem ég varð mjög ánægð með. Þannig að það er öruggara að vera...

Re: Kvörtun frá fjölda ölvhentra.

í Tilveran fyrir 18 árum, 12 mánuðum
Þó að flestir séu þannig þarf það ekkert endilega að vera rétt :p Mér finnst t.d. mikið réttara að skrifa með vinstri. Allt annað er bara fáránlegt :)

Re: Kvörtun frá fjölda ölvhentra.

í Tilveran fyrir 19 árum
Mér finnst fyndnast þegar talað er um örvhenta sem fatlaða einstaklinga. Og svo er auðvitað sagt að örvhentir deyji fyrr. Ég er bæði örvhent og örvfætt. Ætti ég að hafa áhyggjur? Ég er sammála með skærin og líka með stóru gestabækurnar. Allt hitt böggar mig ekki mikið, en það sem mest fer í taugarnar á mér er orðið RÉTThentur. Af hverju hægri hendin sé réttari skil ég það bara ekki… Ég kem úr 6 manna fjölskyldu og allir með tölu eru örvhentir nema yngsti bróðir minn, sem er þá væntanlega í...

Re: Over there áróður dauðans

í Tilveran fyrir 19 árum
Mér finnst og með áherslu á mér finnst að þessir þættir séu til þess að réttlæta það sem Bandaríkjaher er að gera þarna. Persónulega finnst mér heimskulegt og mikil vanvirðing við þá sem látist hafa í þessu stríði að gera þætti um þá á meðan stríðið er. Og nei, að mínu mati er það ekki það sama og myndir eða þættir um fyrri stríð því þau eru búin. Þetta stríð er náttúrulega óréttanlegt og með þessum þáttum er eins og verið sé að sýna hvað Bandaríkjaher er að gera “rétta” hluti þarna.

Re: Tattoo....

í Tíska & útlit fyrir 19 árum
Ég þekki þetta svo vel. Ég fékk mitt fyrsta að verða 16 ára gömul og er búin að fá 2 bara á þessu ári. Þetta er svo sannarlega fíkn. Alls er ég með 3, og ég veit að ég er ekki hætt þó ég vilji ekki þekja líkama minn í tattooum. Svo er náttúrulega alltaf hægt að stækka lítil tribal tattoo :) -Mér finnst þetta ákveðin vellíðunartilfinning þegar verið er að gera tattoo, en það fyndna er að ég þori alls ekki að fá mér piercing. Ég er með 7 í eyrunum, en ég bara þori ekki að fá nál í gegnum t.d....

Re: Veit einhver hvað lagið heitir?

í Tilveran fyrir 19 árum
Já ég átti við þetta “I am human…” og allt það… Prófa þetta lag, takk fyrir :) Lexi… Giska á Axel. Þú getur bara farið í Olís héreftir!! :p

Re: 10 Falleg lög

í Músík almennt fyrir 19 árum, 1 mánuði
Enginn sérstök röð, en byrja á allra uppáhaldslaginu mínu: Janis Joplin - Summertime Janis Joplin - Ball and Chain Scorpions - Still Loving you Dave Matthews Band - Space Between The Beatles - Hey Jude! The Beatles - Yesterday The Verve - Bittersweet Symphony Aerosmith - Dream On Damien Rice - Prague (nánast allur diskurinn bara) Sigur Rós - Glósóli Sigur Rós - Svefn(G)englar :D

Re: Geforce 6600 GT hjálp

í Vélbúnaður fyrir 19 árum, 1 mánuði
Annar framleiðandi held ég.

Re: Áfengi

í Tilveran fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Ég var 13 að verða 14 og núna er ég að verða 18. Ég hef semsagt drukkið í 4 ár og núna finnst mér það vera of ungt. Í byrjun kunni ég mér ekki hóf, svona eins og kemur fyrir flesta, en núna drekk ég með aðeins meiri ábyrgð, þó að stundum komi fyrir að ég drekk of mikið… Eins og gerist stundum hjá flestum fullorðnum, eða hefur allavega gerst 1 sinni.

Re: Ég klemmdi tunguna mína á karamellukexi.

í Tilveran fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Hahaha, þvílíka snilldin. Því miður er ég að hlæja að óförum annarra en það verður að viðurkennast að þetta var andskoti fyndið. Ég þurfti að halda hlátrinum niðri svo ég myndi ekki trufla kennslu hérna. Ég hef skorið mig á sterkum mola… og svo auðvitað brennt mig hrikalega oft á heitu kakói… það er vont :) BirtaS

Re: Fm 957 sviðsljósið..

í Tilveran fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Ég er svo sammála með þetta í sambandi við Harry Potter. Ég heyrði þetta í gær og varð hálfhneyksluð. Ekki það að allir eiga að lesa Harry Potter, en þegar verið er að lesa fréttir eiga þær allavega að vera réttar. Þetta fór hrikalega í taugarnar á mér!! -Og ég er ekki að segja að hún þurfi að vera fullkomin, en þetta var bara glatað. BirtaS

Re: Útskýringar

í Ljóð fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Hahahaha, mér finnst svolítið skrýtið að þú skulir benda mér á að leita mér hjálpar. Takk fyrir hugulsemina og hrósið en hvergi stendur að manneskjan sé að reyna að fremja sjálfsmorð. Margir unglingar ganga í gegnum það að skera sig. Mín ástæða, eins fáránleg og hún hljómar, var sú að, að mínu mati sögðu örin að fortíðin var raunveruleg (vitnun í Red Dragon), og sögðu hálfgerða sögu þó mín var aldrei neitt spennandi. Ég geri þetta ekki lengur, en stundum er freistandi að sjá hversu mikinn...

Re: Potentiam

í Metall fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Greinin var vel sett upp en hins vegar var ein villa sem ég tók eftir. Eistnaflug og tónleikarnir í Neskaupstað voru einu og sömu tónleikarnir sem var á metalfest í Nesk… Sem voru góðir tónleikar by the way.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok