Þið vitið dagarnir sem maður gerir ekkert, liggur uppí rúmi og hefur það, well, frábært. Dagurinn líður á enda og fyrr en varir er komið myrkur úti. Þér líður vel, sama hvort þér sé heitt eða kalt. Líkaminn er ekki lengur hluti af því sem lætur þér líða vel heldur líður þér vel í sálinni, hjartanu, huganum. Eitthvað inní þér veitir þér ró. Þér væri sama þó heimurinn myndi farast, bara á meðan þér liði svona, þú ert einstök manneskja meðal þín sjálfs. Ekkert að hugsa um, ekkert að hafa...