Ég veit vel hvað meðaltal er. Ég gluggaði aðeins í þessa skýrslu og sé ekki neina ástæðu til þess að taka mark á því sem í henni stendur. Svo spyr ég þig, nú tel ég flest-alla Íslendinga hafa það mjög gott, flestir eiga bíl sem hafa áhuga á því sem og íbúð/hús. Það virðist vera hægt að gefa börnum nægan mat, okkur sjálfum nægan mat og föt. Allir eiga sjónvarp, margir eru áskrifendur af sjónvarpsstöðum. Við eigum nánast öll tölvu, mjög góðar tölvur í flestum tilfellum. Menntun er aðgengileg...