Jafnvel þó þetta þróist út í Kaliforníu-kosningar hef ég gaman að því enda mikill aðdáandi spennandi kosninga með mikið afþreyingargildi. Þess vegna vona ég að Ástþór nái löglegu framboði og að sömuleiðis fleiri, hvort sem í þá er varið eður ei, fari í framboð. Hins vegar finnst mér stefna Ástþórs, því miður, alveg úti í hött. Heldur maðurinn virkilega að hann fái þjóðir heims til að leggja niður heri sína, þ.e.a.s. að sameina þá í sameiginlega friðargæslusveit sem miðstýrt verður frá...