Fyrir nokkrum vikum á sjónvarpsstöðinni PoppTíví í þáttunum 70 mínútur sem eru mjög vinsælir hjá unglingum 12-18 ára fengu þáttarstjórnendur pólítíkusa í heimsókn. Það er svo sem gott og blessað en hverjir voru þetta? Jú, fyrst kom Ingibjörg Sólrún, síðan Össur og Steini J. að lokum. Þau gengu síðan í augun á verðandi kjósendum með því að taka þátt í þeirra leik. En þetta er plott! Hver á PoppTV, Norðurljós, Jón Ólafsson! Ekki skrítið að vinstri menn hafi bara komið! Þetta er allt samsæri...