Í fyrsta lagi, þá er mat hvers og eins á ljóði hvers og eins gífurlega huglægt, og fyrir okkur stjórnendur að setja okkur á háan stall og segja að eitt ljóð eigi frekar heima sem grein vegna þess að þar sé um “gullmola” að ræða frekar en annað; að mínu mati, þá er slík persónubundin afstaða eins stjórnanda ekki nægileg til þess að vega & meta gæði ljóða. Ég er afskaplega ósammála þessu hjá ykkur, þar sem stutt ljóð eru í miklu uppáhaldi hjá mér, mörg bestu ljóð sem ég hef lesið og skrifað...