Hversu erfitt er að fylgjast með elsku litla dýrinu sínu, dofna, deyja, horfa á það og finnast það gerast of hægt, en þó of fljótt… Litla Trítla mín yrði 9 ára í jan/feb. Hún er 75% íslendingur og 15% skoti, grá á litinn og var ætíð með líf í augunum, lítil og algert krútt, manngóð og hefur aldrei bitið, glefsað eða ógnað nokkurri manneskju. Nokkuð mikið gelt við bank, öskur og dingl í dyrabjöllu, verndar eigendur sína fullmikið og ef e-r hundur kom of nálagt var hún ekki lengi á staðinn og...