Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Bingi
Bingi Notandi frá fornöld 51 ára karlmaður
32 stig

Re: Smá Spurning.

í Börnin okkar fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Ég fór bara og hringdi í allar búðir sem mér datt í hug og þetta er sem sagt til í Ikea, Rúmfatalagernum, Húsgagnahöllinni og á Húsgogn.is (húsagagnaheimilið). Ég ætla að fara að skoða þetta allt á næstunni. Þau eru samt langflottust á husgogn.is en líka dýrust. Ég er ekki til í að saga neðan af löppunum því hvað ef maður vill svo hafa rúmið hærra eftir nokkur ár, næ ég þá bara í trélím, hmmmmm. En allavega ef einhvern á svona rúm sem þið viljið losna við þá endilega sendið mér skilaboð. Kv.

Re: hjálp

í Börnin okkar fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Það stendur á prófunum en ég held að það sé ekki fyrr en eftir að þú áttir að fara á túr (en fórst líklega ekki) sem það er hægt að prófa það. Kv.

Re: Athyglisbrestur

í Börnin okkar fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Mig langaði aðeins að tjá mig um þetta því mér finnst mjög skrítið að mamman skuli segja að hún sé ofvirk út frá einni mynd. Þetta er yfirleitt ferli sem fer í gegnum skólann eða leikskólann (fer eftir því hvað hún er gömul). Það eru sálfræðingar og alls konar sérfræðingar sem koma að þessu, ekki bara einn læknir sem segir að hún sé með athyglisbrest, það kallast ekki að vera greind með athyglisbrest þegar einn læknir segir það, hún þarf líklega að fara í próf hjá Greiningarstöðinni. Kannski...

Re: Helvítis hávaðinn!

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ég hef lent í þessu sama, er með 1400 örgjörva og það þarf stóra viftu til að kæla hann niður en þær voru allar svo hávaðasamar að það var eins og maður væri með ryksuguna í gangi þegar það var kveikt á tölvunni. Ég er núna með Coolmaster og hún virkar fínt, ekki mikil hávaði og kælir vel, hún er öll úr kopar og það er víst mjög gott. Kveðja Bingi.

Re: Viðvaranir.

í Vélbúnaður fyrir 23 árum, 1 mánuði
Af því að hún passar ekki á móðurborðið hún er of sver og svo er hún of há líka. Ég ætlaði að nota súperorb en ég kom henni ekki fyrir. Ansans

Re: Hitavesen.

í Vélbúnaður fyrir 23 árum, 1 mánuði
Er einhver sem veit hvort það er eðlilegt að AMD 1400 örgjörvinn hitni svona mikið. Það er ekkert hægt að gera sem reynir á tölvuna þá frýs hún bara. Kannast einhver við þetta.

Re: Hitavesen.

í Vélbúnaður fyrir 23 árum, 1 mánuði
Hvar fær maður svona Thermalright viftu? Bingi.

Re: framljós á chopper ofl.

í Mótorhjól fyrir 23 árum, 1 mánuði
Já þú getur fengið að skoða það. Ég keypti það nýtt í Gullsport og notaði það aldrei vegna þess að það passaði ekki á hjólið mitt. Það kostaði mig 8500 kr. Gerðu bara tilboð. Kveðja Bingi.

Re: framljós á chopper ofl.

í Mótorhjól fyrir 23 árum, 1 mánuði
Hæ, ég á framljós á chopperr fyrir þig. 7" alvöru chopper ljós, hefur aldrei verið notað, krómað. Ef þú hefur áhuga sendu þá svar til baka.
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok