Um helgina fór ég á tónleika í háskólabíói með Simply Led. Simply Led er ein af fjölmörgum (eða svo hef ég heyrt) Led Zeppelin “tribute” hljómsveitum. Þessi hljómsveit samanstendur af 4 gaurum alveg eins og sú upprunalega og spila þeir eingöngu tónlist Led Zeppelin. Þeir komu til landsins á vegum götusmiðjunnar og rann allur ágóði til hennar. Þar sem ég var ekki fæddur 1970 þegar alvöru Led Zeppelin komu hingað þá get ég ekki borið þessa tónleika saman, en ef þetta var bara eftirherma,...