Ég ætlaði ekki upphafi að gera þetta að grein, en þetta byrjaði alltsaman með samræðum milli mín og systur minnar um íslenska skólakerfið og sérstaklega grunnskólakerfið. Það er ekkert meira sem drepur niður alla löngun í skóla en grunnskólakerfið á Íslandi, að mínu mati allavega. Enginn fær að njóta sín fyrr en í fyrsta lagi í 7.-8. bekk þegar nemendurnir eru loksins farnir að hafa áhrif (upp að ákveðnu marki) á sínu öllu. Fyrir það er hugsað fyrir mann, allir eru á sama hraða, allt er svo...