Mér finnst það alveg ótrúlegt að Stöð 2 hafi ekki sýnt alla Nágrannaþættina í dag, til að koma með aukafréttatíma, sérstaklega þar sem næst á eftir voru kvöldfréttirnar! Mér hefði svo sem fundist allt í lagi að skjóta inn fréttum í 5 mín en halda svo áfram með Nágranna. Ég reyndi að hringja inn á Stöð 2 oft og mörgum sinnum, í hálftíma, en aldrei svaraði neinn, þótt það stæði í símaskránni að skiptiborðið ætti að vera opið kl. 9-22. Það getur ekki verið að þeir ætli bara alveg að sleppa því...