Ef þú ert ,,villtari" með 3-tréinu heldur en ásnum, þá er líklegt að skaftið í þristinum henti þér ekki. Ég mundi giska á að það væri líklega of svagt og þú ættir að prófa stífara skaft. Að minnsta kosti er það líkleg skýring. Rétt er að benda á að engar sérstakir stífleikastaðlar eru á sköptum. Það sem telst vera regular hjá einu fyrirtæki, getur verið stífara en stiff-skaft hjá öðru. En besta leiðin er að prófa sig áfram.