Þannig er mál með vexti að ég sé oft fyrir hinum ólíklegustu hlutum. T.d. í dag var ég að skera niður drasl í vinnunni og fór allt í einu að hugsa um hvað það væri vont að skera sig á einn ákveðinn hátt í puttann, svo eftir svona korter þá skar ég mig akkúrat þannig í puttann. Svo einusinni í vinnunni þá fór ég allt í einu að spá hvað myndi ske ef að ein vél myndi bila, daginn eftir þá bilaði vélin og ég fékk svarið. Þetta eru ekki einu skiptin sem þetta hefur komið fyrir en ég nenni ekki að...