Ég var búin að hafa ótrúlegar áhyggjur af því að Breki yrði eitthvað abbó, en nei, það var aldeilis ekki! Hann er eins og kóngur í ríki sínu :) Hoppar á milli allra búranna og spjallar við alla fuglana. Hann hafði alltaf gaman af því að hrekkja kanarífuglana sem ég átti fyrir, og nú eru svo margir búnir að bætast við og líka finkur, þannig að það eru margir sem þarf að bjóða velkomna :D Það hefur nú alltaf verið sagt um ástargauka að þeim semji ekkert sérstaklega vel við aðrar fuglategundir,...