Kæru lesendur. Við hundaeigendur af hundakyninu Dobermann höfum átt í höggi við fordóma í garð tegundarinnar sem jaða við ofsóknum. Hundar eru yfirleitt ekki fréttaefni hér á landi, nema þegar þeir eru af kynjum á við Dobermann og hafa gert eitthvað af sér. Þá er þeim umsvifalaust slegið upp sem æsifrétt og fólk hrópar “úlfur, úlfur” eða í okkar tilfellum “vígahundur”. Fréttamenn keppast um að gera fordómana hjá almenningi enn verri og pólitíkusar sjá sér leik í því að krækja í fleiri...