Í gær var leikið í Meistaradeild Evrópu, og eins og allir voru vissir um komst Liverpool áfram, með því að vinna einn leik, þvílík snilld er það. En Roma menn áttu ekki séns í leiknum, sköpuðu sér fá færi og þótt að það hefði vantað Owen hafa sóknir Liverpool aldrei verið betri í Meistaradeildinni, Smicer var mjög góður til að byrja með, en eftir að hann kveinkaði sér í mjöðminni á 30 mín, var hann ekki jafn frískur og í byrjun. En Riise var snillingur ásamt hinum miðjumönnunum, þó vantaði...