Auðvitað átti S'ton færi á að jafna, en menn eru fljótir að gleyma því að Henry var næstum búinn að skora eftir 28 sek. einnig átti hann nokkur færi í leiknum og Arsenal var alltaf mun líklegra að skora, allan leikinn. Hvort leikurinn var skemmtilegur eða ekki þá er það bara huglægt mat hvers og eins. Ég skemmti mér gríðarlega yfir leiknum og var að deyja úr spenningi síðustu mín. í leiknum. Svo var líka mjög sniðugt þegar Arsenal náði 29 sendingum sín á milli án þess að S'ton maður kom nálægt.