Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Davíð velkominn í kjöltu Bush

í Deiglan fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Eins og Bush er nú veruleikafirrtur maður að þá á hann sýnu góðu punkta og hann er fyndinn á köflum en Dabbi kallinn þvílíkt smeðjulegur þarna, sem og fleiri eflaust … en svona er póliTÍKIN

Re: Hvað á ég að gera?

í Rómantík fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Hin forboðna ást er alltaf freistandi …

Re: ruglið um reykingar...

í Deiglan fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Þú talar um rétt reykingamannsins til þess að reykja á djamminu. Hvað um rétt þeirra sem kjósa að reykja ekki en vilja samt getað djammað og sloppið við að reykja samt sem áður óbeint? Ég persónulega yrði himinlifandi ef ég gæti farið á djammið og þyrfti ekki að hafa áhyggjur af sígarettum í kringum mig hægri vinstri og líka væri ég voðalega hamingjusamur ef ég þyrfti ekki að geyma fötin mín alltaf frammi á gangi eftir djamm svo ég vakni ekki með extrahöfuðverk vegna reykingalyktar alla...

Re: Help wanted

í Manager leikir fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Það skiptir ekki máli hvar þú seivar patchinn því þegar þú keyrir hann að þá finnur hann sjálfur leikinn og græjar þetta fyrir þig. Mjög notendavænt og totally idiotproof.

Re: Ertu í vafa?

í Manager leikir fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Flott er, þeir ættu þó að fá með sér dómaramenntaðan mann líka því það eru alltof margar villur í leiknum varðandi reglur.

Re: Sköllóttar stelpur

í Tíska & útlit fyrir 20 árum, 6 mánuðum
johanng, þú getur einmitt ekki fullvissað mig um að það bæti ekki upp á fegurðina því fegurð er huglægt mat og það sem mér finnst fallegt getur öðrum þótt ljótt og sem betur fer er það svo. En án djóks, mér finnst fólk ekki hafa rétt á því að gagnrýna stúlkur fyrir að vera rakaðar á hausnum því ástæður þess geta verið margvíslegar og sumar gera það vegna krabbameins.

Re: Championship Manager 5

í Manager leikir fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Ég hef nú ekki skoðað þetta mikið en svona við fyrstu sýn að þá fékk maður svona stundum tilfinningu fyrir því að ég hafi verið að skoða gamlan leik, virkar svona undarlega út eitthvað.

Re: Trikk

í Manager leikir fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Nauj nauj nauj. Þannig ef að ég er með Rosenborg að þá fæ ég Henry ef ég signa hann á þessum degi … geðvikt. Takk.

Re: Hagnaðarregla

í Manager leikir fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Ég er nú bara ekki sammála. Ég hef orðið var við hagnaðarreglu í leiknum oft og mörgum sinnum. Hins vegar kunnu þeir greinilega ekki rangstöðuregluna þegar leikurinn var skrifaður og höfðu akkurat ekki hugmynd heldur um almennar staðsetningar dómara og aðstoðardómara við ýmis konar uppákomur í fótboltaleik.

Re: Sköllóttar stelpur

í Tíska & útlit fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Krúnurakaðar stelpur eru bara alveg eins og aðrar stelpur, sumar töff, aðrar ekki. En hins vegar finnst mér leiðinlegt hvað fylgir þessu oft fordómar í garð stelpna sem raka af sér hárið. Ég þekki t.d. eina stelpu sem missti hárið vegna krabbameins en hef oft heyrt fólk tala illa um hana vegna hárleysis en mikið rosalega skammast fólk sín þegar þeim er sagt af hverju hún missti hárið. Það hefur enginn rétt til þess að dæma einhverja ákveðna hárgreiðslu eða fólk sem gengur í skóm með hvítum...

Re: Einelti á vefnum

í Deiglan fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Þetta er alveg rétt hjá þér að þetta er rangt ef viðgengst. Ef kvörtun bærist til aðstandenda fólk.is um ærumeiðandi ummæli að þá efast ég ekki um að þeir myndu taka til sinna ráða. Annað er fásinna. Auðvitað geta þeir ekki ritskoðað síðurnar sínar en myndu eflaust taka vel í ábendingar og taka til aðgerða. Svo trúi ég ekki öðru en að hægt sé að kæra fyrir ærumeiðandi ummæli hvort sem þau eru á netinu eða annars staðar.

Re: Erikson er ekki sammála mér....

í Knattspyrna fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Vassel er góður og hefur staðið sig vel með landsliðinu. Hins vegar getur feiti Heskey ekki neitt og ætti bara að einbeita sér að hafsent. Rooney hefur getað lítið og margir sem koma betur til greina en hann. Smith, Phillips, Beattie og Defoe t.d. Þó helst vildi maður sjá Shearer þarna en því miður vill hann ekki spila með liðinu. Miðjan og vörnin fín en þessir markverðir eru allir hræðilegir og þeir sem koma til greina í staðinn eru hræðilegir líka. Hvort er betra að vera með kúk eða skít í markinu?

Re: Nýtt logo fyrir Football Manager 2005

í Manager leikir fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Mynd 1 Ljótt Mynd 2 Viðbjóður Mynd 3 Allt í lagi Mynd 4 Svarta/gráa er töff Mynd 5 Hallærislegt Mynd 6 Þokkalegt svona Mynd 7 Hræðilegt Mynd 8 Lala Mynd 9 Fínt Mynd 10, það sama og númer 9 :|

Re: Hrósa leikmönnum

í Manager leikir fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Líka ef þú hrósar mönnum of mikið að þá hætta leikmenn að taka mark á þér og stats minnka hjá þér. Það þarf að passa sig á því að praisa ekki of mikið.

Re: mig skortir lýsingarorð.....

í Knattspyrna fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Það er alveg á hreinu að ég hefði ekki átt að horfa á leik Arsenal gegn Manjú í FA Cup og ekki heldur Arsenal gegn Chelsea í CL því þeir örfáu leikir hjá Arsenal sem ég hef ekki horft á að þá unnu þeir stórt, eða þeir unnu allavega, en þeir tveir síðustu sem ég horfði ekki á hjá þeim unnu þeir stórt. (þá er ég auðvitað bara að tala um þá leiki sem sýndir hér á klakaræflinum)

Re: Vandræði :S

í Rómantík fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Gamall bekkjarbróðir minn úr Grunnskóla hótaði þessu og lét af því verða. Stelpunni hefur þó aldrei verið kennt um það sem hann gerði því það var jú hann sem tók þessa ákvörðun. Reyndar var eitthvað meira sem kom inn í þetta og þetta var frekar flókið mál allt saman. Svo þekkti ég annan strák sem hótaði þessu oft en hefur ekki ennþá látið af þessu verða og í raun þá hefur hann það miklu betra í dag heldur en á sínum tíma þegar þunglyndi hrjáði hann. Þessi drengur hótaði að drepa sig og skar...

Re: Arsenal í cm 03-04

í Manager leikir fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Endilega segðu okkur frá því hvernig þessi blessaða taktík virkar.

Re: Arsenal í cm 03-04

í Manager leikir fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Jú, og er það þá svindl að nota 442 í raunveruleikanum af því að það gefst svo vel? En hvernig eru þessar tak<b>tíkur</b> ;) sem eru svona mikið svindl?

Re: Arsenal í cm 03-04

í Manager leikir fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Býður leikurinn ekki uppá að nota frjálst leikkerfi? Mér finnst auðvitað ekki eðlilegt að skora svona mikið ef tekið er mið af raunveruleikanum. En CM er ekki raunverulegur og hann býður upp á að maður noti leikkerfi sem maður býr til sjálfur, eða finnur á netinu. Í gamla daga var hægt að svindla í CM, það er eiginlega ekki hægt að svindla lengur nema að nota Editorinn til þess.

Re: Arsenal í cm 03-04

í Manager leikir fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Það er frekar kræft að segja það svindl að nota taktík sem er góð …

Re: Hjálp með 1 PIRRANDI hlut

í Manager leikir fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Hann er líklega að spila með U-23 liðinu eða þá að Danmörk sé í móti og það eigi eftir að ákveða framhaldið eða eitthvað svoliðies …

Re: reykingar..

í Rómantík fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Þú byrjaðir með henni á þeim forsendum að þú héldir að hún reykti ekki. Þú hefur fullan rétt á því að vera fúll yfir því að hún reyki enda er þetta ógeðslegur ósiður sem ætti að banna með lögum finnst mér.

Re: Íslendingar eru hálfvitar!!

í Deiglan fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Það er margt vissulega til í þessu hjá þér en samt ekki. Það eru margir gallar sem fylgja því að búa á svona krummaskuði lengst norður í Atlanshafi og þú ferð vel yfir marga af þessum göllum. En með þessum göllum þá fylgja rosalega margir kostir. Þegar ég vildi ekki klára matinn minn þegar ég var lítill af því að mér fannst hann ekki nógu góður og ég vildi bara fá pizzu, þá sagði mamma mér að hugsa um öll greyið börnin í Afríku sem nánast aldrei fá að borða (eflaust eru margir þeir...

Re: Editorinn

í Manager leikir fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Það var grein hér um daginn um .edt skrár (eða var það kannski .ddt) en allavega þá eru einhverjar upplýsingar í þeirri grein svo er linkur þarna einhvers staðar í greinninni eða í svörunum (já ég nenni ekki að finna þetta algerlega sjálfur enda ert þú að biðja um hjálp og mátt nú hafa pínulítið fyrir þessu;) ) og á þeirri síðu eru upplýsingar um hvernig á að gera þetta allt saman. Gangi þér vel.

Re: Editor Patch

í Manager leikir fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok