Ég hef tekið eftir því að sumir hérna hafa lýst yfir áhuga á að versla í gegnum vefsíðuna Thinkgeek.com. Mér datt í hug að láta ykkur vita hvernig mér gekk að panta frá þeim. Ég pantaði sjö hluti frá þeim, sem eru allir ófáanlegir á Íslandi, og kostaði það mig rétt um 20.000 krónur, eða um 354 dali. Þar af var einn hlutur sem kostaði 100 dali einn og sér. Thinkgeek.com notast við UPS-sendingarþjónustna, sem er SNÖGG. Ég fékk pakkann tveim dögum eftir að hafa sent inn pöntunina. En auðvitað...