Í bæði Fréttablaðinu og 24 Stundum í dag er að finna opnuauglýsingu frá Gamestöðinni, nýrri verslun frá Senu (lesið: Skífan og BT) sem bæði segist ætla að lækka leikjaverð á Íslandi, svo og að bjóða uppá leikjaskiptimarkað. Taldir eru upp PS2, PS3, PSP, Nintendo DS og Wii, X-Box 360 og PC-CDRom leikjastaðlarnir í auglýsingunni, ásamt “þremur einföldum skrefum til að spara peninga”. Þetta er allt svo sem gott og blessað, en það sem vantar í þessa auglýsingu eru skilmálarnir fyrir...