Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Bastich
Bastich Notandi frá fornöld 236 stig

Gamestöðin - það sem þeir gleyma að segja okkur. (36 álit)

í Tölvuleikir fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Í bæði Fréttablaðinu og 24 Stundum í dag er að finna opnuauglýsingu frá Gamestöðinni, nýrri verslun frá Senu (lesið: Skífan og BT) sem bæði segist ætla að lækka leikjaverð á Íslandi, svo og að bjóða uppá leikjaskiptimarkað. Taldir eru upp PS2, PS3, PSP, Nintendo DS og Wii, X-Box 360 og PC-CDRom leikjastaðlarnir í auglýsingunni, ásamt “þremur einföldum skrefum til að spara peninga”. Þetta er allt svo sem gott og blessað, en það sem vantar í þessa auglýsingu eru skilmálarnir fyrir...

Litbrigði Galdranna - bókagagnrýni (20 álit)

í Bækur fyrir 17 árum, 1 mánuði
Í ágúst heyrði ég fyrst fréttir af því að einhverjir á Íslandi ætluðu sér eitthvað með fyrstu Discworld-bókina, The Colour Of Magic. Í nóvember sá ég, eins og öll þjóðin reyndar, að bókin væri að koma út í íslenskri þýðingu, og fékk hún nafnið Litbrigði Galdranna. Þar sem ég er mikill aðdáandi höfundarins, Terry Pratchett, festi ég kaup á bókinni og las mig í gegnum hana til að sjá hvernig tekist hefði. Í stuttu máli, þá tókst ekki vel til. Reyndar ætla ég að ganga svo langt að segja að það...

Reynsla mín af Thinkgeek.com (17 álit)

í Tilveran fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Ég hef tekið eftir því að sumir hérna hafa lýst yfir áhuga á að versla í gegnum vefsíðuna Thinkgeek.com. Mér datt í hug að láta ykkur vita hvernig mér gekk að panta frá þeim. Ég pantaði sjö hluti frá þeim, sem eru allir ófáanlegir á Íslandi, og kostaði það mig rétt um 20.000 krónur, eða um 354 dali. Þar af var einn hlutur sem kostaði 100 dali einn og sér. Thinkgeek.com notast við UPS-sendingarþjónustna, sem er SNÖGG. Ég fékk pakkann tveim dögum eftir að hafa sent inn pöntunina. En auðvitað...

Hin vafasama grein Fréttablaðsins um klám í tölvuleikjum. (40 álit)

í Tölvuleikir fyrir 20 árum
Eins og sumir hafa tekið eftir, er heilsíðugrein í Fréttablaðinu í dag (15. janúar) um klám í tölvuleikjum, og segir leiðari greinarinnar að með þessari grein sé saga tölvuleikjakynlífsins rakin. Á meðan það eru athyglisverðir punktar í greininni, þá sá ég snögglega að þetta söguyfirlit er alls ekki vandað og jafnvel kolvitlaust á köflum og mun þessi grein óneitanlega leiða til ranghugmynda hjá fólki um hvað sumir leikir ganga út á…en einmitt það virðist hafa gerst hjá greinarhöfunduni. (Vel...

Um vanvirðingu landans á íslenskri tungu. (40 álit)

í Deiglan fyrir 20 árum, 1 mánuði
Á undanförnum 3 árum hef ég tekið eftir æ meiri vanvirðingu gagnvart íslenskri tungu, málfræði og stafsetningu. Svo mikil er þessi vanvirðing orðin að ég get ekki verið afskiptalaus lengur, og skrifa ég hérmeð þennan greinarpistil. En nákvæmlega hvaða vanvirðingu er ég að tala um? Er ég að tala um það hvernig útlensk nýyrði eru innlimuð í íslenskuna, eins og t.d. orðið “sjítt” hefur gert samkvæmt nýjustu útgáfu hinnar Íslensku Orðabókar? Ef málið væri bara svo einfalt. Innlimun erlendra orða...

Borðaspil (0 álit)

í Borðaspil fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Þetta er nýja Salamöndru módelið fyrir Lizardmen sem kemur í vor. Þetta er EKKI Stegadon!

Borðaspil (0 álit)

í Borðaspil fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Slaanesh - Perraguðinn

Ævintýraleikjum gefið enn eitt kviðhöggið! (4 álit)

í Tölvuleikir fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Einmitt þegar útlitið var svo gott… LucasArts, tölvuleikjaarmurinn af risaveldi George Lucas, höfund Star Wars, eru þekktir fyrir tvenns konar leiki: Star Wars leiki, og þrusugóða ævintýraleiki. Nýjasti ævintýraleikurinn þeirra átti að vera Sam & Max 2, sem var framhald af leiknum Sam & Max Hit The Road, sem kom út árið 1994. En allt í einu má finna þessa tilkynningu á heimasíðu LucasArts: LUCASARTS HAS DECIDED TO STOP PRODUCTION ON SAM & MAX “After careful evaluation of current market place...

Okur kvikmyndahúsana, 36. hluti (20 álit)

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Hvert einasta mannsbarn sem hefur farið í bíó, hefur tekið eftir þeirri staðreynd að verðlagið þar er allt of hátt. Sem dæmi má nefna gos, en stór gos (hálfur lítri) kostar nálægt 200 kr, en fjórfalt það magn getur þú keypt fyrir sama pening út í búð. Nachos skammtur kostar 300 kr, en inniheldur hálft magnið á við nachos-poka, sem kostar ívið minna. Svona mætti lengi telja, en ég ætla mér að einbeita mér að aðalatriðinu, aðgöngumiðanum sjálfum. Fyrir þá sem hafa aldurinn og minnið, var einu...

Fallout 3 verður aldrei gefinn út (84 álit)

í Tölvuhlutverkaleikir fyrir 21 árum, 1 mánuði
Ástæða? Interplay hefur sagt upp öllum starfsmönnum Black Isle Studios og ákveðið að einbeita sér að gera leiki fyrir leikjatölvur í staðinn. Þetta þýðir að Fallout 3, sem er búinn að vera “leynilega” í framleiðslu í hálft ár, hefur verið slegið á frest um óákveðin tíma. Til að bæta gráu ofan á svart, hefur Interplay ákveðið að hefja framleiðslu á Fallout: Brotherhood of Steel 2, sem mun að sjálfsögðu eingöngu vera gefinn út á leikjatölvur. Orð geta ekki lýst því hvað ég öskuvondur yfir...

[TOB] Ýmsar spurningar varðandi Sarevok (7 álit)

í Tölvuhlutverkaleikir fyrir 21 árum, 1 mánuði
Eins og sumir vita er hægt að fá Sarevok í lið með sér í TOB, en ég var að rekast á sniðugan hlut með sverðið hans. Áður en lengra er haldið, vil ég benda á að ég er að nota Ascension-moddið (sem ég náði í hérna á Huga.is) og mér datt í hug að spyrjast fyrir hvort þetta sé í moddinu eða leiknum sjálfum. Alveg í byrjunina á BG2 er hægt að tala við einhvern Djinn sem Jon Irenicus er búinn að vera að kvelja. Ef þú hjálpar þessum Djinn færðu (oftast) Sarevok´s Sword of Chaos +2, sem er...

Eigið þið iPod? Aumingja þið! (6 álit)

í Apple fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Þessi síða segir allt sem segja þarf: http://www.ipodsdirtysecret.com/ Hlustið VANDLEGA á símtalið sem kemur fyrst.

[WFB] Bastich kynnir: Tomb Kings (10 álit)

í Borðaspil fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Jæja, góðu fréttirnar eru, að nýjasta greinin er loksins tilbúin. Slæmu fréttirnar eru þær. að það gæti orðið langt í næstu grein, og hún gæti jafnvel ekki komið á Huga.is. Ég ætla að flytja mitt hafurstask yfir á Spjallborðið á Warhammer.is. [Auglýsing] Þar eru aðstæður til greinaskrifta mun betri en hér á Huga.is, og munu greinarnar fá að njóta ýmissa hátæknifídusa eins og undirstrikunar, feitleturs, o.s.frv. Ég mun nota tækifærið við þessa flutninga og yfirfara gömlu greinarnar og...

[WFB] Bastich kynnir: Vampire Counts (20 álit)

í Borðaspil fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Jæja, loksins er hún tilbúin. Héðan í frá má búast við þessum greinum á vikufresti. Næst mun ég taka Tomb Kings, svona til að klára Undead-herina, og síðan alla þrjá álfaherina. Bastich skoðar: Vampire Counts Stutt yfirlit: Í þessum ævintýralega heimi, þar sem galdrar eru daglegt brauð, rottur ganga á afturloppunum og risastórir hattar eru í tísku, þá er það öruggt dæmi að hinir dauðu að eiga erfitt að haldast dauðir. Og viti menn, hinir dauðu eiga sinn sess í Warhammer-heiminum, en þó...

[WFB] Bastich kynnir: Dwarfs (22 álit)

í Borðaspil fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Seint um síðir en kemur þó…. Bastich skoðar: Dwarfs Stutt yfirlit: Eitt elsta heimsveldið í Warhammer-heiminum (og það elsta í “Old World”) er veldi dverganna í Worlds Edge Mountains, sem eru kölluð það vegna þess að þau eru talin austasta brún “gamla heimsins”. Landfræðilega séð eru það Úralfjöllin í Rússlandi, en dvergarnir sjálfir eru allt annað en Rússar! Dvergar búa í stórum virkjum, sem kallast “Karak”, sem þýðir líka “ávallt standandi” (enduring). Dvergar eru tæknivæddasti herinn í...

[WFB] Stærsti High-Elf her landsins til sölu! (7 álit)

í Borðaspil fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Eftir miklar vangaveltur hef ég komist að því að High Elves eru ekki fyrir minn smekk. Ég er búinn að vera að safna þeim í 8 ár, þannig að þetta er heljarinnar hrúga. Það sem ég á er: 2 Elf Princes on Elven Steed 2 Mages 2 Mages on Steed 1 Commander on Steed 4 Commanders on Foot Archmage on Unicorn 1 Pegasus Core Troopers: 60 Spearmen (gömlu plast) 60 Archers (gömlu plast) 21 Lothern Sea Guard + Std + Musician + Champion 18 Silver Helms + Std + Musician + Champion Special Units: 25 Shadow...

Bastich kynnir: Orcs & Goblins (23 álit)

í Borðaspil fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Hérna er næsta grein. ENDILEGA gagnrýnið og segjið skoðanir (Ég á við þig, Brjánn!) Bastich skoðar: Orcs & Goblins Stutt yfirlit: Allt frá því Tolkien kom fram með hugtakið “Orc” hefur hver næstum hver einasti “Fantasy” heimur verið fullur af þeim, og Warhammer-heimurinn er enginn undantekning. Á meðan fólk virðist sjaldan vera sammála um hvernig Orc lítur út, virðist hálfgerð stereótýpa hafa myndast: Dökkt hörund (oftast grænt), stórir að stærð og stærri vöðvar, lítið heilabú, villimannsleg...

[WFB] Bastich kynnir: The Empire (28 álit)

í Borðaspil fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Vegna fjölda áskoranna (allar 4) auk þess sem mér leiðist hvað sumar greinar um heri eru yfirborðskenndar, hef ég ákveðið að reyna að gera almennilegar greinar um hvern her fyrir sig. Ég er að vonast með þessu að einhverjir hafi gagn og gaman og læri kannski eitthvað nýtt um herina sína. Frábært væri fyrir “Reynda” spilendur þessara herja að bæta síðan sínum skoðunum, gagnrýna skriftir mínar, eða bara vera leiðinlegir vegna þess að ég er að dissa herina þeirra :). Ég mun taka bækurnar í...

(WFB) Lizardmen spilarar: Takið eftir! (2 álit)

í Borðaspil fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Það eru margir Lizardmen spilarar hér, og eru flestir þeirra búnir að redda sér nýju bókinni. Þó er marga smágalla í reglum að finna í þessari fínu bók, og ætla ég að benda á þá, og sérstaklega, lagfæringarnar á þeim. Útskýringar og lagfæringar eru: Slann Mage Priests mega ekki taka þátt í Challenge nema þeir séu að snerta óvinamódel. Þar sem þeir mega vera í næst-fremstu röðinni (og samt gera sínu einu litlu árás) þá var þetta vafaatriði. Skink hetja með Cloak of Feathers (getur flogið) og...

Hugmyndir fyrir næsta WFB mót (25 álit)

í Borðaspil fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Eins og stendur veit ÉG ekki hvenær næsta mót er (grunar að Brjánn viti það) en ég er búinn að vera að spá í ýmsu varðandi hverju mætti breyta eða bæta við. Fyrst vil ég hrósa því að ákveðið hefur verið að “Revísed Lores Of Magic” dæmið verði LOKSINS tekið inn. Þetta skrúfar niður Lore of Heavens, á meðan Lore Of Life & Beasts verða sterkari. Aðeins fólkið sem getur ekki spilað án þess að hafa halastjörnu í hernum sínum hafa eitthvað á móti þessu. Fyrir þá eru þessi skilaboð: HÆTTIÐ AÐ...

Pælingar um mótið 1-2. mars (28 álit)

í Borðaspil fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Annað mót búið, Brjánn vinnur eins og venjulega (geisp) en Stefán kemur inn sterkur í annað sætið. Ég viðurkenni fúslega að ég “spilaði ekki drengilega” til að ná þriðja sætinu, 5 af 7 bardögum fólust í því að ég raðaði upp út í horni og beið eftir óvininum. En ég spila vondan her, þannig að mér er alveg sama hvað fólki finnst…. Ég er farinn að nálgast það hugarástand að mála módelin mín. Ég ráðlegg þó engum að bíða eftir þessu, það gæti tekið lengri tíma enn…. Í upphafi mótsins var ég...

Minnistæðustu Warhammer augnablikin (20 álit)

í Borðaspil fyrir 22 árum, 2 mánuðum
OK, mér leiðist, og mig langar til að heyra frá ykkur um minnistæðustu Warhammer-augnablikin ykkar (alveg sama hvort það er Fantasy eða 40K) Ég ætla að byrja á nokkrum sem ég man eftir: 4th ed þýðir fjórðu útgáfu (1992-1996) 5th ed þýðir fimmtu útgáfu (1996-2000) og svoleiðis. 1. (5th ed) Þegar High-álfarnir mínir þurrkuðu út Chaos her í fyrsta shooting phase leiksins (25% drápust í öllum þrem sveitunum og allar flúðu út af…) NB: Við byrjuðum upp á nýtt…. 2. (5th ed) Þegar Venerable Lord...

Samansafn orðróma um Lizardmen (Fantasy) (2 álit)

í Borðaspil fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Til að safna saman öllum orðrómum um Lizardmen á einn stað: Slann M WS BS S T W I A LD 4 4 ? 4 4 6 ? 4 9 Venjulegur Slann telst vera af yngstu kynslóð. Hægt er að uppfæra hann upp um hámark 4 kynslóðir, fyrir hverja kynslóð er spes regla. Slann af elstu kynslóð er með ALLAR reglurnar sem eru: Er með 5 galdra + Drain Magic Má velja þessa 5 galdra úr galdraskólunum 8 og blanda þeim saman líka! LD 10 Býr til +1 Power & Dispel Dice Fær +1 á Casting & Dispel Roll Og mun kosta nálægt 600 Pts!...

Útgáfuröð Armybóka (Fantasy) (13 álit)

í Borðaspil fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Svo langt sem ég veit, er þetta útgáfurröðin á Armybókunum næstu tvö árin: Tomb Kings: Desember 2002 Lizardmen: Mars 2003 Beasts Of Chaos: Sumarið 2003 Brettonia: Jólin 2003 Wood Elves: Vorið 2004 Storm Of Chaos: Sumarið 2004 Storm Of Chaos er þriðja Chaos bókin. Ég hef ekki hugmynd hvað verður í henni en ég myndi giska á Chaos Cultists. Einhverntíma á næsta ári verður gefin út viðbót fyrir Empire-herinn í formi Kislev-bókarinnar. Verður þetta líklegast í sama sniði og Dark Shadows...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok