Ég hef verið að lesa þessa og margar aðrar greinar í þessum dúr í sambandi við Tölvulistan og fleiri tölvuverslanir, það sem ég hef rekið mig á er að MJÖG sjaldan er talað vel um þessar verslanir. Mig langar að spyrja hversvegna í óskupunum getur ekki neinn skrifað inn sem er ánægður með eitthvað sem hann hefur keypt, eða er enginn ánægður tölvunotandi á öllu skerinu??? Eins og allir vita eru það smáatriðin sem skipta öllu máli þegar sett er saman tölva, hversvegna passar fólk sig ekki þegar...