Vöggugjöf ( Steinn Steinarr ) Litla barn með bera fætur, bros í auga, roða á kinn. Veistu hvaða gjöf ég gef þér? Gettu, litli stúfur minn! Kóngsdóttur og konungsríki, kastala á fögrum stað? Nei, við skulum sleppa slíku. Það er slúður allt um það. Gott og nytsamt verk að vinna, vilja og dugnað heiðvirðs manns? Nei, því miður. Nú er komið nóg af slíku hér til lands. Kaupmanns fégirnd fláa, slungna, er fátæks skilding dregur sér? Sjáðu til, þar sitja margir og smátt mun eftir handa þér. Grát og...