Þvagstífla er þegar kötturinn á erfitt með að pissa . Þvagteppa getur stafað af þvagsteinum, stíflu í þvagrás eða blöðrubólgu. Um 3 af hverjum 100 köttum fá þvagstíflu einhverntímann um ævina. Geltir fressir eru í meiri hættu með þvagstíflu. Þvagstífla er einnig algengari hjá yngri köttum, milli tveggja og sex ára. Þegar kötturinn þinn fær þvagstíflu fer hann oft í sandkassann eða út að pissa án þess að mikið þvag komi frá honum. Það litla sem kemur frá honum er oft dökkt eða blóðlitað....