GÆLUDÝRAKIRKJUGARÐURINN AÐ HURÐARBAKI Í KJÓS Í næsta nágrenni Reykjavíkur, í skjóli fjallanna, stendur til að koma á fót gæludýrakirkjugarði á næsta ári. Kristján Mikkaelson, blikksmiður og bóndi er búinn að vera í hugleiðingum í langan tíma að setja á stofn gæludýrakirkjugarð á landspildu sinni að Hurðarbaki í Laxárdal. Staðsetningin gæti ekki verið betri. Í ca. 25 mín. fjarlægð frá Reykjavík, í óspilltri náttúrunni, mun, ef draumurinn verður að veruleika, fólki gefast kostur á að jarðsetja...