Það er ein svona stelpa í bekknum mínum. Hún meira samt kallar sjálfa sig ljósku og leikur sér að því að falla aftur og aftur á ljóskuprófum. Ég er hinsvegar mjög trúgjörn og næ aldrei að lesa úr manneskjum hvort þær eru að plata. Spyr kannski að einhverju og fæ svarið, segi okei og labba í burtu svo reyni ég að segja einhverjum spekina sem ég var að læra og fæ ‘ertu hálfviti’.