Mér finnst ekkert rétt að þetta sé selt í ríkinu… Hversvegna ekki? Þetta er núna auðfáanlegt hverjum sem er, alveg sama hver aldurinn er. Ef þetta væri löglegt væri einungis hægt að fá það ef maður væri kominn á réttan aldur. Það væri auðvitað alveg hægt að redda sér þótt maður væri undir aldri, en það er engin breyting frá því hvernig þetta er núna. Þannig þyrfti maður einnig ekki að kaupa frá díler, sem selur jafnvel önnur efni.