Ég skil fullkomlega hvað þú meinar! Ég var í 2ja ára sambandi en aldrei fullkomlega hamingjusöm og lét alltaf sem það væri hinum aðilanum að kenna! Það sprakk að sjálfsögðu á endanum og þá ákvað ég bara að vera ein. Vinna í mér og læra að líða vel með mér! Að sjálfsögðu kynntist ég fólki á leiðinni sem hjálpaði mér að finna og skilja mig en ég þurfti ekki að fara í samband með því til að finnast ég samþykkt! Það var líka á þeim tíma í lífi mínu sem ég ætlaði sko alls ekkert að fara í samband...