Prufaði líka BF2 og Doom3 og það var auðvitað dúndurflott sérstaklega Doom3, maður varð bara skíthræddur!! :D skírt og flott hljóð og góður bassi því þetta er lokuð heyrnartól. Flest allir kannast auðvitað við aum eyru eftir langa og mikla notkun með lokuð heyrnartól en ekki þessi.. þau er mjög þægileg og loka allt hljóð utanfrá því ég hafði kveikt á sjónvarpinu og heyrði varla í því.:)