Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Balur
Balur Notandi frá fornöld 2 stig

Re: Reykingar og vinna

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Ég held það ætti nú ekki að lækka launin hjá reykingafólki, en eitthvað þarf hinsvegar að gera. Ég hef verið í skrifstofustarfi hjá stóru fyrirtæki og þar fer reykingafólkið í pásur oft á dag, og hver pása er nær undantekningarlaust lengri en sá tími sem það tekur að reykja eina sígarettu í flýti. Svo hafa einhverjir hérna verið að segja að í verslunum og öðrum þjónustustörfum fari fólkið bara að reykja þegar lítið er að gera. Það er reyndar oft satt, en á meðan þið eruð úti að reykja er...

Re: Here they meet again

í Knattspyrna fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Stanic búinn að skora í tveimur leikjum í röð! Það getur aðeins þýtt tvennt. Annaðhvort er heimurinn að farast, eða þá að Chelsea eru á leiðinni að vinna deildina(ég kýs þennan möguleika).

Re: Chelsea-Everton

í Knattspyrna fyrir 21 árum, 11 mánuðum
þetta var magnaður leikur, markið hans Petit og seinna markið hans Hasselbaink voru geðveik. Og svo varði náttúrulega Cudicini víti frá Rooney :) Stærsti leikur næstu umferðar verður svo þokkalegur, Man United vs. Chelsea á Old Trafford.

Re: Flokkun á tónlist

í Rokk fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Eitt er víst, Creed er ekki grunge. En ekki vissi ég að það væri í tísku að hata Creed, og ef svo er þá byrjaði sú tíska örugglega ekki hjá Radio X. Það er náttúrulega til fólk sem apar allar skoðanir eftir Radio X en flest fólk hatar Creed bara út af tónlistinni þeirra.

Re: Liverpool - Man Utd

í Knattspyrna fyrir 21 árum, 12 mánuðum
Hversu margir aðrir komust á HM með Ítölum sem spila ekki á Ítalíu? Einn, Francesco Coco. Hann spilaði eitt tímabil með Barcelona og er svo aftur kominn til Ítalíu í Inter. Ég held það sé virkilega erfitt fyrir einhvern sem spilar í Englandi að komast í Ítalska landsliðið, en Carlo komst allavega í hópinn nú síðast vegna þess einmitt að hann er búinn að vera alveg ótrúlega góður.

Re: Er heimsendir í nánd ?

í Knattspyrna fyrir 21 árum, 12 mánuðum
Hann er ekki eitthvað rosalega lélegur, en ég held hinsvegar að hann sé ekki nógu góður fyrir Man United og þeir eiga öruggleg eftir að kaupa einhvern annan (ekki Eið Smára samt).

Re: Besti Markaskorarinn

í Knattspyrna fyrir 21 árum, 12 mánuðum
Mér finnst hálf undarlegt hversvegna Hasselbaink er aldrei nefndur sem einn af bestu framherjunum hér á huga. Þó hann sé rétt að komast í gang núna þetta tímabil þá hefur hann tvisvar verið markahæstur í deildinni og síðasta tímabil var hann jafn Nistelrooy, á eftir Henry. Svo var hann minnir mig líka markahæstur í spænsku deildinni. Þetta er maður sem getur skorað hvaðan sem er, hvenær sem er liggur við. Hann þarf ekki einu sinni tilhlaup, þrumar boltanum bara í netið.

Re: Góðar fréttir af fyrrum Guns N' Roses meðlimum.

í Rokk fyrir 21 árum, 12 mánuðum
Já, ég var ekkert að fíla bandið sem Axl var með þarna á MTV hátíðinni, pössuðu engan vegin inn í Guns N' Roses. Buckethead var ekki alveg að heilla mig heldur þó hann hafi plokkað gítarinn ágætlega, það nær bara enginn að toppa Slash.

Re: um óþolandi ensku ást íslenskra iþróttafréttamanna

í Knattspyrna fyrir 21 árum, 12 mánuðum
Þetta er ömurlega þýdd enskusletta, í bretlandi segja þeir “take someone on” og þetta þýðir bara að sóla einhvern. T.d. ef einhver er einn á móti manni og reynir að sóla hann er þetta sagt. Ég hef líka heyrt þessa íslensku segja fleiri virkilega illa þýddar enskuslettur en man ekki neina þessa stundina.

Re: um óþolandi ensku ást íslenskra iþróttafréttamanna

í Knattspyrna fyrir 21 árum, 12 mánuðum
Íþróttafréttamennirnir hérna eru bara ömurlegir, sumir þeirra kunna varla reglurnar.

Re: Verstu myndir sem þú hefur séð.

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 12 mánuðum
Leiðinlegustu myndir sem ég hef séð í bíó allavega eru Soldier Breakfest of Champions Eyes wide shut

Re: Dumb & Dumber

í Kvikmyndir fyrir 22 árum
Þetta er ekkert nema yndisleg mynd. Svo ef maður horfir á hana aftur sér maður oftast eitthvað nýtt sem manni finnst drepfyndið. Að mínu mati var fyndnasta atriðið eftir að Lloyd seldi páfagaukinn og sagði setninguna: “Harry…I took care of it”

Re: Dýra Ísland

í Deiglan fyrir 22 árum
Það er kannski dýrara að kaupa mat hérna en í Danmörku, en bjórinn er allavega mun ódýrar hér….nei annars hann er líka miklu dýrari, þetta sökkar.

Re: Eiður Smári

í Knattspyrna fyrir 22 árum
Teamtalk er ofar í slúðurgoggunarröðinni :) Fyrst koma hlutirnir í Sun og þá er ekkert sem bendir til að það sé satt, eftir smá stund ef fólk tekur við fréttinni og trúir henni kemur þetta á teamtalk og svo ef þetta eitthvað sannleikskorn er í þessu kemur það á skysports :) Annars hefur Teamtalk verið oftast með sannar fréttir varðandi Chelsea síðan ég byrjaði að skoða síðuna, en Sun prentar allt slúður sem heyrist úti á götu.

Re: Besti markmaðurinn í enskudeidinni?????

í Knattspyrna fyrir 22 árum
Yndislegt hvernig hann varði aukaspyrnuna gegn Tottenham, allir áhorfendurnir bakvið markið voru byrjaðir að fagna og svo varði hann bara. Reyndar virkilega flott tekin aukaspyrna líka.

Re: Besti markmaðurinn í enskudeidinni?????

í Knattspyrna fyrir 22 árum
Ég er chelsea maður og hef ekki nógu mikið fylgst með markmönnum annara liða til að segja til um getu þeirra, en hinsvegar veit ég að Cudicini er búinn að vera alveg magnaður. Allavega enskir íþróttafréttamenn tala mest um Cudicini og Brad Friedel sem bestu markmenn tímabilsins.

Re: Eiður Smári

í Knattspyrna fyrir 22 árum
Ranieri segir að þetta sé rugl. Enda var langt síðan þeir frestuðu (ekki hættu við) samningaviðræðum. Eitthvað um þetta á teamtalk: http://www.teamtalk.com/teamtalk/Team_News/0,1562,14,00.html#555569

Re: Eiður Smári

í Knattspyrna fyrir 22 árum
Það var nú margt svipað haft eftir The Sun og fleiri blöðum í sumar um hann Eið Smára og öll þau lið sem hann átti öruggt að fara til. En hann fór ekki fet og ég efast um að hann fari eitthvert um áramótin. Chelsea er að ganga það vel núna að þeir komast líklega í meistaradeildina, og mér skilst hagnaður þeirra það sem af er tímabilinu sé sá næst mesti í deildinni. Svo fjárhagsstaða þeirra er kannski ekki eins slæm og margir halda. Ég vona allavega að hann fari ekki neitt.

Re: Tilnefndir fyrir leikmann ársins í UEFA (evrópu)

í Knattspyrna fyrir 22 árum
Ég held að Ballack sé líklegur sigurvegari

Re: Enska Landsliðið

í Knattspyrna fyrir 22 árum
Er hann Carlton ekki búinn að vera eitthvað meiddur? Annars er ekkert framtíðarvandamál með framherja í enska landsliðinu, Carlton Cole og Wayne Rooney. Ekki amalegt, ef þeir fara ekki að meiðast.

Re: Gaman Gaman 3 hluti

í Knattspyrna fyrir 22 árum
Eiður tekur alltaf tvennur á Newcastle (eða allavega í síðustu tveim leikir þeirra). Málið að stefna á þrennu næst :)

Re: Chelsea vann!

í Knattspyrna fyrir 22 árum
Hann sagði reyndar að hann hafi litið út fyrir að vera feitur í byrjun tímabilsins, mér finnst persónulega að hann líti mun betur út núna og hann virðist vera allur að koma til. En Chelsea eru að gera mjög góða hluti þessa dagana og liðið virðist vera mun meiri heild en í fyrra. Svo er miðjan loks farin að sýna sínar bestu hliðar, Lampard er mun betri í fyrra og svo er bara að vona að Petit meiðist ekki. Ég held að þetta lið geti haldið ágætlega í topp þrjú liðin (arsenal, liverpool, united)...

Re: hvað er Nistelrooy að hugsa!

í Knattspyrna fyrir 22 árum
Já, Owen er nú ekki skemmtilegasti leikmaður sem til er. En mér finnst bara alveg frábært að gamli maðurinn Zola sé með flest mörk eins og er, það er nú varla hægt að vera á móti þessum snillingi.

Re: hvað er Nistelrooy að hugsa!

í Knattspyrna fyrir 22 árum
Ég er alveg sammála þessu, ég er reyndar ekki United maður og ég hef aldrei fílað Nistelrooy neitt sérstaklega. En í fyrra var hann samt alveg ógeðslega góður en ég hef ekki alveg verið að sjá það hjá honum í ár. Þetta hefur reyndar verið hálf undarlegt ár hjá sóknarmönnum yfirleitt þar sem menn eins og Nistelrooy, Owen, Hasselbaink o.fl voru ekkert að skora í byrjun tímabilsins. Meira að segja Eiðsinn hefur ekki verið að sína sínar bestu hliðar, nema hann var að skora núna á 3ju mín!!!

Re: Hvernig verða þættirnir til?

í Gamanþættir fyrir 22 árum
Ég er ekki frá því að cactuz = Bjarni Þór sem skrifar líka á hamstur.is :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok