Í dag, svört döggin tifandi til og frá í næturinnar kyrr og ró. Ég sé, þar sem ég stend, hvað ég stend hátt uppi, horfandi yfir heiminn líkt og allt sé mitt. Þar sé ég unga stúlku, fegurri en allt sem sést, sé hana á fagurgrænu engi þar sem allt í kring er kyrrin ein. Ég horfi á þessa stelpu sem ég get ekki litið af. Svo sakleysislega ung, öll svo kristaltær og fögur. Ég loka augunum, reyni að gleyma. Því allt sem ég gleymi er það sem ég geymi í hjarta mér.