Ég tók við liði Foggia sem var í Seríu C2/C. Gamalt stórveldi sem átti ágætan heimavöll og fína möguleika að komast aftur upp þar sem þeir eiga að vera: Í Seríu A. En það var nokkuð ljóst að ég þurfti að gera miklar breytingar og endurskippuleggja liðið. Á fyrsta degi var mér tjáð að liðið væri á barmi gjaldþrots, sjóðir félagsins til að kaupa leikmenn voru 30,000 pund. Ég lét það þó ekki brjóta mig niður því að ég náði að kaupa 13 leikmenn: Mass Sarr, Luigi Apolloni, Massimo Orlando, Dean...