Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Strákar eru tilfinningalausir!

í Rómantík fyrir 20 árum, 1 mánuði
Sko í fyrsta lagi þá ertu bara 15 þannig að þetta er engin heimsendir. Þið eruð svona tæknilega séð bara ungir krakkar sem eruð kannski ekki tilbúin í eitthvað samband, en það er auðvitað misjafnt eftir einstaklingum. Svo skaltu ekkert vera að velta þér yfir þessu, stelpur hugsa miklu meira en strákar um þessi mál. Þess vegna finnst okkur eins og þeir hafi engar tilfinningar sérstaklega af því að þeir eru sérfræðingar í að leyna þeim fyrir okkur :/ Það hafa allir lent í svona gaurum sem sýna...

Re: Valentínusardagur

í Rómantík fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Sorry en það eru bara allir á lausu sýnist mér :o)

Re: Jónsi út!!!!!!!!!!!!

í Söngvakeppnir fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Held að nafnið á laginu sé vinnuheiti. Ekki er vitað hvort þetta sé rólegt eða fjörugt lag. Svo var lagið sem höfundur sendi í undankeppninga í fyrra samið um hundinn hans ekki þetta sem Jónsi syngur. Mér finnst alveg frábært að senda Jónsa og hann á eftir að standa sig vel. Sést greinilega hvað Í svörtum fötum eru vinsælir eftir að hafa fegnið 6 verðlaun á fm957 verðlaununum í gær.

Re: 25 bestu rapparar á Íslandi í dag

í Hip hop fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Síðan hvenær geta íslenskir gaurar rappað ?

Re: Michael Jackson - Barnaníðingur ?

í Popptónlist fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Comon, hann hefur sagt að honum finnist gott að sofa með annara manna börn upp í rúmi hjá sér. Svo hagar hann sér eins og barn og finnst þá allt í lagi að gera þetta við þau. Honum finnst þetta vera allt í lagi af því að þau eru “jafnaldrar” og þetta sé bara ást og umhyggja.

Re: Tvíkynhneigður......

í Rómantík fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Ég held að allir pæli í þessu á eitthverjum tímapunkti í lífinu. Þegar fólk kemst á unglingsár og er að rækta sjálfsmyndina fer fólk að hugsa um hvort að það laðist að hinu kyninu/sama/eða báðum. Þannig að þetta gæti gengið yfir og breyst seinna. Er ekki sagt að allir hafi þessar langanir (til beggja kynja) bara bæla þær niður. Ég held að það sé mikið til í því. Mér finnst þetta bara gott hjá þér, þótt að mér finnist þetta soldið skrítið. Hlýtur að vera gott að hafa svona marga um að velja...

Re: Leiðarljós 29.12.2003

í Sápur fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Billy er að fara að giftast Venessu ekki gifta sig með henni !!! Nema þau hafi fundið sér nýja maka og ætli að halda tvöfalt brúðkaup :) Ég horði á þáttinn og þú nærð plottinu alveg í greininni hehe :)

Re: Nýji diskurinn...Nýtt upphaf með Írafári.

í Popptónlist fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Þú segir að stel frá þér byrji hægt og hafi svo fjöruga kafla inn á milli. Þetta er náttúrulega rokkað lag út í gegn og mér finnst það rosalega vel heppnað hjá þeim. Platan er líka rosa flott og þau hafa náð að færi sig aðeins út í rokkið í nokkrum lög, alltaf gott þegar hljómsveitir prufa eitthvað nýtt , frábær diskur sem fæst í öllum betri hljómplötuverslunum :)

Re: Ashantí

í Popptónlist fyrir 20 árum, 11 mánuðum
ég er alveg sammála þér og þetta flokkast ekki beint undir popp tónlist finnst mér.

Re: Snilldar twist fyrir survivor 9.

í Raunveruleikaþættir fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Já það er snilldar hugmynd hjá þér :) En svo var önnur breyting við gerð þessarar seríu. Fólk sem búið var að kjósa úr þættinum fékk séns að komast aftur inn í hann, sem hefur ekki verið áður. Hvernig finnst ykkur un Survivor all stars. Það er soldið skemmtileg hugmynd. Þá eru vinsælir einstaklingar úr hinum og þessum seríum fengnir til að keppa.

Re: Nágrannar - esucxe

í Sápur fyrir 20 árum, 11 mánuðum
ljósið sem leiðir rúllar feitt , þokkalega

Re: Án hennar..

í Rómantík fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Bú hú, díses. Fólk er alltaf að kvarta undan öllu. Ef að manneskjur er alltaf límdar saman þá fá þér ógeð á hvor annarri. Svo á fólk bara að taka tillit til fólks á förnum vegi. Mér finnst frekar yfirborðskennt þegar fólk þarf alltaf að haldast í hendur og slumma hvort annað á almannafæri. Takið sá tillit og ekki vera að særa bligðunarkennd fólks. Sumt á bara ekki að vera til sýnis og á best heima milli tveggja aðila inn í stofu.

Re: Hvað er málið?

í Rómantík fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Kannski ert þú ekki að standa þig eða hann bara búinn að missa áhugan og komin með aðra. Hann gæti verið að leika hard to get sem er reyndar týpíkst fyrir stelpur. Það værir gaman fyrir hann ef að þú sýndir honum áhuga að fyrra bragði. Þá er ekki eins og hann sé alltaf að væla í þér. Með því sést að þú ert alveg að fíla þetta jafn mikið og hann.

Re: Leiðarljós 17.12.03

í Sápur fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Hei þetta eru ágætis þættir. Nágrannar eru frekar slappir, fjallar um hluti sem 10 ára börn kannast við. Enda elskaði ég þessa þætti fyrir 9 árum síðan :) En leiðarljós er kannski ekki gæða þáttur en helvíti spennandi og skemmtileg sápa.

Re: skotin í kennaranum!!!!!

í Rómantík fyrir 20 árum, 11 mánuðum
hehehehe já þessi var góður :)

Re: skotin í kennaranum!!!!!

í Rómantík fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Vó, every teenage girl fantacy if she has a hot teacher. En ef þetta er ekki bull saga þá finnst mér það soldill hagsmuna árekstur. Ég skil alveg að þetta er spennandi en þetta endist ekki. Hvernig ætlar hann að kynna þig fyrir foreldrum sínum og hvað þá þú hann fyrir þínum.

Re: Er ekki tilbúin... hann skilur það ekki!

í Rómantík fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Hmmmm þú ert nú bara krakki sem ættir að vera að leika þér í barbí hehe nei kannski ekki alveg. Mér finnst gott hjá þér að bíða, þú átt auðvitað að fara eftir sjálfri þér og gera það sem þig langar. Ekkert að láta neinn hafa áhrif á þig. Ef hann skilur það ekki þá er hann bara að hugsa um eitt og er alveg sama um þig. Þú hefur nógan tíma og getur prufað þig áfram smátt og smátt í framtíðinni. Þetta er núna farið að hljóma eins og hjá dr Phil, en mundu bara að fara varlega því að þú vilt ekki...

Re: Hvar á maður að leita?

í Rómantík fyrir 20 árum, 12 mánuðum
Ég er alveg sammála þér, ekki skil ég hvernig allt þetta fólk kynnist. En ég hef líka prufað þessar leiðir með misjöfnum, aðalega lélegum árangri en ég held að eina málið sé að brjóta ísinn. Það er nóg úrval bara að hætta allri feimni og spjalla létt við stúlkuna eða eitthvað. Íslenskir karlenn eru lokaðir hvað það varðar og þess vegna endar djammið þannig stelpur fara heim án þess að hafa hösslað eða fengið símanúmerið hjá eitthverjum gaur. Ég veit um margar stelpur sem hugsa eins og þú. Að...

Re: plz...ein í neyð!

í Rómantík fyrir 20 árum, 12 mánuðum
Jahá ansi barnaleg comment sem hafa komið á eftir þessari grein. En allavega þá er þetta bara svona með stráka sem eiga erfitt með að ná sér í stelpur. Þegar ein lítur við þeim í eina sekúndu þá verða þeir obsessed. Ég held að það skipti engu máli hver stelpan er eða hvernig hún lítur úr bara að hún sýni áhuga. Mar hefur nú heyrt um eitthvað svipað en sjaldan alveg svona svakalegt. Greinilega mikið að.

Re: Leiðarljós þann 11 sept.

í Sápur fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Vonandi ná Nick og Eve að vera í friði frá þessari Mindy Lewis. Svo er ömurlegt að það sé komin enn önnur leikona fyrir Mindy. Síðan ég byrjaði að horfa á leiðarljós er þetta sú 3ja. Svo held ég að vinkona Bridget heiti Cat :)

Re: Kvörtunarbréf til Sveppa í 70 mín

í Gæludýr fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Fólk þarf alltaf að finna eitthvað til að kvarta yfir, þetta er einn gullfiskur taktu þér tak stelpa. Eru dýr ekki drepin á hverjum degi og þetta var nú einu sinni í þágu vísindanna. :) Þessi gullfiskur hefði ekki getað óskað sér betri dauðdaga.
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok