Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Babl
Babl Notandi frá fornöld 24 stig

Re: Skyldi sálin vera ódauðleg?

í Heimspeki fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Einföldustu rökin eru oftar en ekki rökréttust og sýnist mér þín rök bara fín :-) Ef að við skilgreinum einunigs að hinn hlutlægi veruleiki sé til, þá er það rökrétt að sálin sé ekki til. Amen

Re: Samviskan - Brjóstvitið

í Heimspeki fyrir 21 árum, 8 mánuðum
En ef sam-viskan ( kenndin ) er ekki hluti hugans heldur hjartans? Er hægt að stjórna samviskunni án þess að hirða um hana, er hægt að bæla hana niður? Getur ekki verið að bæling samviskunnar sé eins og ketill sem sýður? bara spurning hvenær hann springur, ekki hvort? Ég hef þá skoðun þar til annað kemur í ljós að samviskan sé stöðug og sameiginleg, einskonar kosmískt “constant”, að maður geti lifað í sátt með henni eða barist gegn henni. Annað leiðir til friðar og jafnvægis en hitt til...

Re: Samviskan - Brjóstvitið

í Heimspeki fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Það virðist vera að skilningur okkar og skilgreining á því sem er “rétt” eða “rangt” hafi afgerandi áhrif á það hvort við finnum til sektar eða samviskubits. Það sem vekur forvitni mína er kenndin sem slík, hvar á hún rætur sínar og hvers vegna er hún svo afgerandi að hún getur sligað hvern heilbrigðan mann? Sem dæmi er Papageno í Töfraflautu Mozarts, maður einfaldur og lífsglaður sem er ekki mikið að velta sér upp úr hlutunum. Hann fellur fyrir hverri freistingu sem á vegi hans verður, hann...

Re: Tilgangur lífsins (yfirlit)

í Heimspeki fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Er ekki líf þar sem tilgangur liggur ljós fyrir, fátækt og fyrirséð? Er það líf sem er þess virði að lifa? Eitt er að tileinka lífi sínu ákveðnum tilgangi, en að skilgreina “TILGANG LÍFSINS” er líklega álíka þversagnarkennt og að ætla sér að skilgreina hið guð, hið óræða eða óendanleikann. En gangi þér vel með verkefnið;-) Babl

Re: Jafnrétti

í Heimspeki fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Jesus Christ, we need you before the arseholes in left green try to take over the Althing. Amen Það fer reyndar sjaldan saman ríkidæmi slóða og aumingjaskapur. Sá maður sem kemur upp ríkidæmi hefur yfirleitt gert það í dugnaði og skynsömum athöfnum. Sá sem erfir ríkidæmi og á það ekki skilið vegna slóða og aumingjaskapar, sá náungi kemur hvort eð er til með að glata ríkidæminu til þeirra dugmeiri. Sá maður sem öfundar náungann af eignum sínum og vill taka þær af honum til að gefa öðrum...

Re: AMPOP / ÚTGÁFUTÓNLEIKAR

í Raftónlist fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Góðir tónleikar og fín þróun hjá Ampop. Sérstaklega er gaman að heyra hvað þeir eru að verða lífrænir í tónlistinni. Það munar um minna en Trommur og bassa þegar um hlýju er að ræða, má nota hlýrra hljómborð meira. Mjög góð stemmning í lögunum með fínum stíganda og krafti á milli, Biggi söng vel og var melódískur, pitchið helv.. gott og sándið á röddinni fínt. Gaman að heyra að Maus áhrifin eru farin og að sönglínan er orðin jákvæð og hrífandi. Til hamingju með þetta Ampop. Amen

Re: AMPOP / ÚTGÁFUTÓNLEIKAR

í Raftónlist fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Ampop, nýju goðin í raftónlist - ef þeir muna að láta melódíuna og jákvæðnina ráða, þá eru heimsyfirráð lágmarksárangur. Plís ekki líkjast Maus eða eihveju þvílíku eymdarvæli…. ekki að segja að þið gerið það.. bara að passa að gera það ekki he he…. og jammm…. og já…Pythagoras? does that ring a bell ;-)

Re: Fortìdin

í Heimspeki fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Hvað er fortíð annað en ljósmyndir úr minni liðinna atburða, hvað er framtíð annað en atburðir í minni verðandi ljósmynda. Nýtt semur, gamalt temur, núið nemur. Kaos kosmos logos Amen

Re: Jafnrétti

í Heimspeki fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Gleymum ekki að Kommúnismi í hugsjón er fögur fyrirheit og háleit markmið, en kommúnismi í framkvæmd er græðgi metnaður og losti mannskepnunar. Á sama hátt er kristni fögur hugsjón með siðferðislega há markmið, en kristni í framkvæmd er hégómi, drottnunarfíkn og hroki mannskepnunar í fullri birtingu. Háleitar hugsjónir eru eitt, sama hvaða nafni þær nefnast, en framkvæmd birtir veikleika þeirra og okkar manna. Sagt er að einræði sé hið fullkomna stjórnunarform sem tryggir réttlæti öllum til...

Maurar

í Heimspeki fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Tilvitnun í samskipti hér: —————————– “”og hvað ohhhh trúiru á guð?“ - neibb, trúi ekki á guð.” —————————– Ég veit fátt skemmtilegra en að hlusta á mannskepnuna, þetta meðvitundarlausa dýr sem ekkert veit, og síst þekkir sjálfan sig, en að heyra menn segja digurbarkalega að þeir trúi ekki á guð. En um leið og sömu látúnsbarkar lenda í lífsháska þá er það fyrsta sem þeir gera að ákalla það sem þeir ekki trúa á, hahahaha! “Ó guð ef þú bara heldur í mig núna” Ég segi nú bara svona.

Re: ÉG HEF SVÖR VIÐ ÖLLU HÉR!!!!!

í Heimspeki fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Ég er nú nokkuð sammála BudIcer á þá lund að ef maður gæti horft nægilega langt út í geim, þá kæmi maður auga á afturendann á sjálfum sér. Þú hefur orðið fyrir þokkalegri hugljómun og til hamingju með það og ekkert sérstakt að andmæla þó að svar við “öllu” sé frekar innihaldsmikið hugtak miðað við pistilinn að baki fullyrðingarinnar. “wherever you go, there you are” Babl

Re: Huglægni þess að deyja

í Heimspeki fyrir 21 árum, 9 mánuðum
“Þetta fer langleiðina að útskýra hvers vegna hið Descartesíska ég er ég hér og nú en ekki einhver annar og ekki einhvers staðar annarsstaðar á öðrum tíma, og af hverju ég er lifandi en ekki dauður. Dauðinn er eitthvað sem alltaf hendir einhvern annan, en aldrei mann sjálfan. Og ef dauðinn hendir mig, þá mun ég ekki upplifa það. ” Hreint út sagt pæling sem lætur mann ekki í friði og lætur sálartetrið efast um egóið eða sitt eigið persónulega sjálf. Regla í óreglunni? Tímaröð í tímaleysinu?...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok