Fullyrðing þín um vitundina er órökstudd skoðun sem gæti verið rétt, gæti verið röng eða jafnvel byggð á misskilningi. Að sjá vitundina sem lífrafræna vél sem óvart fattaði að hún er til er frekar grunnhyggið frá mínum bæjardyrum séð, líkt og að akstur bifreiðar sé ekkert annað en bensínið og kveikjan sem ræsir vélina en ekki bílstjórinn. Til þess að aka bifreið þarf vilja, þrá, hugsun, sköpun, hráefni, þróun og síðan bílstjórann sem kom ferlinu af stað. Bifreiðin keyrir ekki af sjálfum sér...