Mér datt í hug að vekja máls á gömlu góðu samviskunni, brjóstvitinu sem ávallt vakir með okkur lætur helst á sér kræla þegar við erum í andstöðu við samhljóm hennar. Hvað er samviska? Er samviskan raunveruleg sam-viska? Erum við samtengd í gegnum einhverskonar skammtaeðlisfræðilega rás óháða tíma og rúmi? Eða erum við hreinlega útbúin meingölluðum kirtil sem gefur frá sér ónotaleg efni þegar við erum stressuð? Er samviskan, brjóstvitið hið raunverulega vit sem gætir hugvitsins, eða er...